Gott, en ekki nóg

Stjórn SUS telur sem fyrr að vel sé hægt að spara í rekstri ríkisins, án niðurskurðar í heilbrigðis-, velferðar- eða menntamálum ...

... segir í tilkynningu SUS. SUS gerir vel með því að benda á hið augljósa, sem virðist samt vera dulið mörgum. 

Hins vegar er óhætt að segja að hér sé ekki höggvið nógu djúpt. Þau "kerfi" sem á að hlífa við niðurskurði (og sem áfram á að fjármagna í gegnum skatta) eru einmitt þau sem þurfa hvað mest á því að halda að sleppa úr greipum ríkisvaldsins. Sóun hins opinbera er einmitt mest á sviðum mennta- og heilbrigðismála. Þar þarf að hleypa að samkeppni, frjálsu vali og frumkvöðlastarfsemi. Þar þarf að skila valdinu aftur til almennings. Þar er mest áríðandi að skera á tengsl ríkis og þjónustu.

SUS er auðvitað að reyna að mjaka umræðunni í ákveðna átt að því að benda á hið augljósa sem er samt mörgum dulið: Að mjög víða er hægt að spara í rekstri ríkisins án þess að hrófla við umdeildustu málaflokkunum. Þannig megi mjakast nær því að ná einhvers konar sátt um minnkandi opinber umsvif.

Rót vandans er hins vegar hinn dýri hluti ríkisrekstrarins, og þar sem ríkisvaldið er með einokunarstöðu í krafti lögþvingaðra yfirburða sinna og skattheimtuvalds.

Þar á að skera dýpst og einkavæða mest (og um leið má lækka skatta mikið).  


mbl.is SUS afhenti fjárlagatillögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband