Tilgangslaust að senda Jóhönnu

Í flestum ríkjum hafa forsætisráðherrar yfirumsjón með málaflokki efnahagsmála. Eitt af fyrstu verkum Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráðherra var hins vegar að koma öllum efnahagsmálum út af sínu skrifborði. Það var gert af tveimur ástæðum: Jóhanna veit að hún skilur ekkert í efnahagsmálum, og hún vissi fyrirfram að vinstristefna hennar mundi skaða efnahaginn og frysta alla fjárfestingu, og því betra að gefa öðrum formlega ábyrgð á því.

Núna heldur Jóhanna á fund með öðrum forsætisráðherrum til að ræða efnahagsmál. Hún ætlar að þakka sér fyrir að hin íslenska króna gerði íslenskt vinnuafl mjög ódýrt mjög hratt og þannig samkeppnisfært við vinnuafl í ríkjum með stöðugri gjaldmiðla. Hún ætlar að þakka sér fyrir milljarðana sem íslenskir sjómenn hafa landað seinustu misserin þrátt fyrir hótanir hennar í garð sjávarútvegsins. Hún ætlar að leggja fram reiknikúnstirnar sem kallast "mælingar á hagvexti" og gorta sig af þeim. Hún ætlar að segja að hækkandi skattar á Íslandi hafi komið Íslendingum út úr kreppunni, og dregur hvergi af í þeim boðskap, enda búin að sitja mörg námskeið í framreiðslu talna hjá vinstriprófessornum Stefáni Ólafssyni.

En þegar kemur að vitrænni umræðu um eitthvað sem skiptir máli verður Jóhanna sett til hliðar. Það er tilgangslaust að senda Jóhönnu á þennan fund. Hún vill hins vegar vera með á myndum. 


mbl.is Jóhanna ræðir efnahagsmál í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn sem efnahags- og atvinnuráðgjafi forsætisráðherra

Bara svo þú vitir hver skrifar ræðuna fyrir hana

Grímur (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 13:16

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Grímur,

Ég vissi af þeirri ráðningu og velti því einmitt fyrir mér (á þessari síðu) hvers vegna forsætisráðherra væri með ráðgjafa um efnahagsmál. Ég sé núna tilganginn með því: Til að einhver geti skrifað ræðurnar sem hún neyðist til að flytja þegar menn hittast til að ræða efnahagsmál, sem hún reyndi að koma sér hjá á sínum tíma en virðist eiga erfitt með að útskýra fyrir útlendingum að hún hafi ekkert með efnahagsmál að gera.

Geir Ágústsson, 29.10.2012 kl. 13:22

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Stundum get ég ekki annað en dáðst að minni eigin forspá.

"Í norska vefmiðlinum segir að full samstaða hafi verið um niðurskurðinn milli hægri mannananna Jyrkis Katainens frá Finnlandi og Fredriks Reinfeldts frá Svíþjóð og jafnaðarmannanna Helle Thorning Schmidt frá Danmörku og Espens Barths Eides frá Noregi. ABC Nyheter minnist ekki á Jóhönnu Sigurðardóttur. Hafi hún verið á fundinum skilaði hún örugglega ekki sératkvæði, á það hefði verið minnst í fréttum, hún hefði sagt frá því á blaðamannafundi. Á myndum sést að Jóhanna sat blaðamannafundinn."

http://www.evropuvaktin.is/stjornmalavaktin/25889/

Niðurstaða er eins og ég spáði fyrir: Þegar kemur að vitrænni umræðu um eitthvað sem skiptir máli verður Jóhanna sett til hliðar.

Geir Ágústsson, 29.10.2012 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband