Verkalýðsfélög boða yfirleitt ranga hagfræði

Verkalýðsfélög eru yfirleitt sérhagsmunafélög og þau boða gjarnan hagfræði fátæktar og viðskiptahindrana. 

Íslenskar lopapeysur, sem eru prjónaðar af íslensku handverksfólki, eru dýrar og fyrir því eru góðar ástæður: Mikill framleiðslukostnaður enda um vandað handverk að ræða. Venjulegt fólk getur ekki leyft sér að eignast slíka gripi nema fórna miklu í staðinn. Einhverjum hefur því dottið í hug að flytja lopann út og lopapeysur inn sem má selja á miklu lægra verði. Lopapeysur úr íslenskri ull verða þannig aðgengilegar fyrir fleiri.

Kínverka framleiðslan er ekki íslenskt handverk. Sérstaða lopapeysa framleiddar á Íslandi með íslensku handverki er óbreytt frá því sem áður var. Þær peysur eru og verða dýrar. Kannski kemur einhver þrýstingur á álagninguna, sem var e.t.v. ekki mikil fyrir, en þetta er bara spurning um að láta framboð og eftirspurn ná saman með réttu verði. Ef það verð er ekki til, þá er einfaldlega ekki næg eftirspurn eftir íslensku handverki í formi lopapeysa. En ég efast um að það sé raunin.

Verkalýðsfélög grýttu vélar í upphafi iðnbyltingarinnar af ótta við að vélarnar gerðu verkamenn óþarfa og atvinnulausa. Sá ótti var byggður á skorti á hagfræðiþekkingu. Núna eru vélar út um allt, en skorturinn á hagfræðiþekkingunni hefur lítið breyst.  


mbl.is Vilja upplýsingar um innfluttar lopapeysur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki krafan sú að það komi skýrt fram að ekki sé um íslenska framleiðslu að ræða heldur erlenda framleiðslu? Þar fyrir utan hef ég ekki orðið vör við að þessar erlendu lopapeysur séu seldar á einhverju sérstöku afsláttarverði heldur virðast þær vera verðlagðar svipað og íslenskar lopapeysur og sá mismunur sem þar skapast (hlytur að vera töluverður fyrst kaupmenn sjá sér hag í þessu) fer því ekki í vasa "venjulegs fólks" heldur kaupmanna eða framleiðanda. Ég hef ekki áhuga á því að láta skrökva að mér og selja mér vöru á fölskum forsendum, lopapeysa finnst mér ekki vera íslensk þegar hún prjónuð erlendis.

Guðrún (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 10:24

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Er það þá ekki bara spurning um að auðkenna hið íslenska handverk sérstaklega? Jafnvel fara í gagnárás, segja að hinar dýru en kínversku framleitt peysur séu á engan hátt sambærilegt handverk?

Verkalýðsfélög eru mjög hrifin af viðskiptahindrunum. Ég sé þetta mál sem afkima af þeirri hrifningu.

Geir Ágústsson, 2.7.2012 kl. 10:55

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt hjá þér Geir, forysta verkalýðsins er ekki alltaf á sömu línu og umbjóðendur hennar. Það hefur svo sannarlega sannast síðustu misseri, bæði í málflutningi hennar sem og kjörum verkafólks. En sumir forystumenn í verkalýðshreyfingunni eru skynsamari en aðrir og svo virðist vera í þessari frétt.

Nú er það svo að fljótustu prjónakonur geta skilað af sér einni peysi á sólahring, þó meðaltími þess að prjóna eina peysi sé mun lengri. Lopinn kostar hér sitt og verslunin leggur sína álagningu á. Afgangurinn, sem oftast er nokkuð undir helming útsöluverðs, fer svo til prjónakonunnar. Tímakaup hennar er í flestum tilfellum nokkuð undir þúsundkallinum og þegar allt er reiknað, enn lægra.

Það sem Framsýn fer fram á er að kannað sé hver kjör fólks í Kína er, þess fólks sem þessa vinnu vinnur.

Lopinn kostar það sama og álagning verslunarinnar er sú sama. Það eru því laun íslensku prjónakonunnar sem þurfa að standa straum að því að flytja lopann yfir hálfann hnöttinn og peysur til baka. Það er útiokað að laun þeirra sem þessa vinnu vinna í Kína getu verið mannsæmandi.

Síðan koma ríku Kínverjarnir hingað sem ferðamenn og kaupa sér lopapeysu. Þá fer lopinn í sína þriðju ferð yfir hálfann hnöttinn!!

Gunnar Heiðarsson, 2.7.2012 kl. 10:57

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála Geir.

Það er ekki nógu mikil frameiðni í að prjóna þetta heima.

Betra að nota tímann í eitthvað annað.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.7.2012 kl. 11:22

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er orðið gríðarlega mikið líðskrum í verkalíðsbaráttunni og sorglega við það er hvað þeir fá mikla athygli þeir fá í fjölkmiðlum.

tökum akranesplebban fyrir.....  sá líðskrumari er áskrifandi á fjölmiðlum og virðist komast upp með hvaða rugl á fætur öðrum án þess að fréttamenn spyrja hann nánar útí ruglið.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.7.2012 kl. 11:24

6 identicon

Ég held að það sé einmitt málið að merkja vörur þannig að ekki fari á milli mála hvar þær eru framleiddar. Það gefur auga leið að ferðamenn sem koma til Íslands og kaupa þar íslenskar lopapeysur telja með réttu eða röngu að þeir séu að kaupa handverk heimamanna - að gefa annað í skyn, t.d.  með röngum eða engum merkingum er óheiðarlegt.

Guðrún (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 12:30

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

í fréttinnni stendur

"Ýmiskonar dót skartar íslenska þjóðfánanum  eða  myndum af okkar helstu náttúruperlum, vandlega merkt  Kína eða Taívan."

það er sagt að þetta er vandlega merkt Kína.

Þannig að rökin þín Guðrún er komin út í buskan við fyrstu setningu.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.7.2012 kl. 12:51

8 identicon

Því miður, lopapeysurnar eru ekki merktar framleiðslulandi. Betra ef svo væri.

Guðrún (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 13:15

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Kannski væri ráð að hækka lopapeysurnar íslensku í verði svo verðmiðinn einn og sér segi skýrt og skilmerkilega frá því, að hér hafi dýrt, vestrænt vinnuafl verið að verki.

En ef fólk er forvitið um launakjör í Kína þá er hægt að lýsa þeim stuttlega:

Laun í prjónaskap í Kína eru það lág, að framleiðslan sé samkeppnisfær við aðra framleiðslu. Þau eru það há, að fólk fæst til að sinna þessum prjónaskap frekar en einhverju öðru.

Geir Ágústsson, 2.7.2012 kl. 13:47

10 Smámynd: Stefán Júlíusson

Einmitt, besta lausnin er að merkja vel peysurnar sem eru prjónaðar á Íslandi.

Svo er einmitt ein lausn að hækka verðið það mikið að kaupendur spyrja sölufólk af hverju þessar peysur séu svona miklu dýrari en hinar.

Að búa sér til sérstöðu er betra en að kvarta yfir samkeppni.

Stefán Júlíusson, 2.7.2012 kl. 14:10

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef við værum ekki að nota ódýrt vinnuafl útum allan heim þá væri þessi tölva ykkar sem þið eruð að nota á sirka tvær milljónir króna.

viljið þið það?

spurning

Sleggjan og Hvellurinn, 2.7.2012 kl. 16:47

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta er rómantík í fyrsta lagi ("hér á landi þurfa einhverjir að starfa við að prjóna lopapeysur fyrir ferðamann") og pólitík í öðru lagi ("ríkisvaldið þarf að skipta sér af markaði lopapeysa til að uppfylla rómantíska fortíðarþrá"). Þau ríki sem hafa leyft rómantík að blandast pólitík hafa yfirleitt uppskorið illa.

Geir Ágústsson, 2.7.2012 kl. 17:39

13 Smámynd: Steinarr Kr.

Hafa allt vel merk og uppi á borðum.  Neytandinn tekur ákvarðanir út frá þeim upplýsingum sem hann hefur.  Sannleikurinn er alltaf bestur.

Steinarr Kr. , 2.7.2012 kl. 20:59

14 Smámynd: Starbuck

Geir og Sleggjan: Ef þið farið til Tyrklands og kaupið ykkur handunnið tyrkneskt teppi þá viljið þið að það sé handunnið tyrkneskt teppi - er það ekki? Ekki ódýr eftirlíkingu frá Kína. Ef þið farið í dýra úrabúð til að kaupa ykkur rolex-úr þá viljið þið fá ekta rolex úr - er það ekki? Ekki ódýra eftirlíkingu frá Kína. Ef útlendingur kemur inn í búð á Íslandi sem gefur sig út fyrir að selja íslenskt handverk þá vill hann fá íslenskt handverk er það ekki? Ekki ódýra eftirlíkingu frá Kína.

Þetta er spurning um heiðarleika og traust - en slíkir eiginleikar eru greinilega ekki hátt skrifaðir hjá ykkur. Þið skiljið það örugglega ekki að stór hluti af vandamálunum í efnahagslífi Vesturlanda í dag stafar af skorti á heiðarleika og trausti!

Ykkar ferköntuðu hausar skilja það heldur örugglega ekki að fólk vilji ekki láta ljúga að sér um hvar og hvernig hlutirnir eru búnir til og það getur haft mikil áhrif á sölu varnings til erlendra ferðamanna ef það kemst í hámæli að "íslenskar" vörur séu bara stundum ekta.

Geir: "Laun í prjónaskap í Kína eru það lág, að framleiðslan sé samkeppnisfær við aðra framleiðslu. Þau eru það há, að fólk fæst til að sinna þessum prjónaskap frekar en einhverju öðru."

Hrikalega ertu einfaldur! Fólk vinnur þessa vinnu af því að það neyðist til þess! Almenningur í Kína hefur lítið val um störf og þarf gjarnan að taka nánast hverju sem býðst til að hafa í sig og á. Það sem þú ert að lýsa í þessari málsgrein er bara til í hinni svarthvítu og veruleikafirrtu hugmyndafræði ykkar öfgafrjálshyggjumanna - ekki í hinum raunverulega heimi! Reyndar er merkilegt að þú skulir halda að almenningur í hinu "kommúníska" Kína skuli hafa svona mikið frelsi til að velja sér störf!

Sú velmegun og þau réttindi sem vinnandi fólk á Vesturlöndum hefur búið við á síðustu áratugum er að miklu leyti verkalýðsfélögum að þakka. Það sem við ættum helst að kvarta yfir þeim er að þau hafa sýnt auðvaldinu allt of mikla linkind síðustu 2 - 3 áratugi.

Sleggjan: "Ef við værum ekki að nota ódýrt vinnuafl útum allan heim þá væri þessi tölva ykkar sem þið eruð að nota á sirka tvær milljónir króna.

viljið þið það?

spurning"

Góð spurning! Í henni felst önnur skýring á þeirri velmegun sem Vesturlandabúar hafa búið við síðustu áratugi og aldir sem er að hún er að miklu leyti byggð á þrælahaldi almennings í "vanþróuðum" ríkjum!

Viljum við að tölvan kosti tvær milljónir? Líklega höfum við lítið um það að segja. Eins og þróunin í efnahagsmálum er núna þá er bara alls ekki svo ólíklegt að innan fárra áratuga hafi allt saman snúist við og við Evrópubúar verðum farnir að þræla fyrir Kínverja!

Starbuck, 3.7.2012 kl. 01:30

15 Smámynd: Geir Ágústsson

Starbuck,

Það mætti ætla á athugasemd þinni að þú hafir aldrei lesið bókina Hagfræði í hnotskurn. Ég mæli mjög með þeirri bók. Þú getur lesið hana endurgjaldslaust á ensku á mörgum stöðum á netinu, t.d. hér:

http://mises.org/document/6785/Economics-in-One-Lesson

Svo er það nú þannig að margir vilja einfaldlega bara ódýrar eftirlíkingar. Þær varðveita líka minningar í hugum margra. Ég efast satt að segja að margir ferðamenn á Íslandi kaupi kínverskt prjónaðar lopapeysur óvart. Þeim líkar einfaldlega ágætlega við þær, og þá sér í lagi verðið.

Og kínverskir verkamenn hafa úr ýmsu að moða, ótrúlegt en satt. Dæmi:

http://www.nytimes.com/2010/02/27/business/global/27yuan.html

Geir Ágústsson, 3.7.2012 kl. 12:12

16 Smámynd: Starbuck

Skannaði hluta af þessari bók – hún er full af misgáfulegri common-sense speki eins og þeirri að ef peningum er eytt í einn hlut er ekki eytt í einhvern annan (kafli 2). Líkt og með þessa speki hans Friedmans: “There’s no such thing as a free lunch” þá er bara verið að lýsa ákveðnum veruleika en síðan eru dregnar kolrangar ályktanir af honum vegna þess að menn kafa ekki nógu djúpt.

Sem betur fer virðist þessi bók frá 1946 ekki hafa haft mikil áhrif til að byrja með á Vesturlöndum því næstu áratugina á eftir fór umsvifamikill opinber rekstur saman við mikla aukningu lífsgæða. Þegar nýfrjálshyggjubullið (sem mér sýnist að þessi bók sé undanfari fyrir) náði yfirhöndi byrjaði að halla undan fæti en fölskum kaupmætti var (og er enn) haldið uppi með gríðarlega umfangsmikilli lánastarfsemi sem nú er við það að sökkva einstaklingum, fyrirtækjum og ríkjum á Vesturlöndum í efnahagslegt svartnætti.

Varðandi lopapeysurnar þá held ég að málið sé að það er ekki um ódýrar eftirlíkingar að ræða heldur eru þær jafn dýrar og þær sem eru ekta. Og líklega er engin leið fyrir kaupandann að meta hvort peysan sem hann er að spá í að kaupa er ekta eða ekki. Ef kaupandinn er í vafa um hvort varan er ekta eða ekki þá eykur það líkurnar á því að hann kaupi ekki neitt. Allavega - fólk vill ekki kaupa eftirlíkingar sem eru jafn dýrar og fyrirmyndin og það vill ekki láta blekkja sig í viðskiptum – það þarf ekki hagfræðimenntun til að sjá og skilja þetta.

Varðandi Kína þá er það náttúrlega þannig að verkafólk í Kína eins og víðast annars staðar hefur almennt eitthvert val um erfið, illa launuð störf þar sem vinnudagurinn er langur og kjörin almennt slæm. Það sem virðist vera að gerast í Kína er að verkafólk er almennt að reyna að koma sér í önnur “betri” störf með því að afla sér menntunar. Þess vegna er komið upp það ástand (sem er ekki ókunnugt Íslendingum) að það er skortur á störfum fyrir menntað fólk á meðan það er skortur á fólki í verkamannastörf – á hagfræðísku: það er offramboð á menntuðu fólki á meðan umframeftirspurn er eftir verkafólki – eða - það er offramboð á verkamannastörfum á meðan það er umframeftirspurn eftir störfum sem krefjast menntunar.

http://articles.economictimes.indiatimes.com/2012-03-07/news/31132268_1_urban-unemployment-rate-employment-challenges-job-market

Kjarninn í þessu hnattræna vandamáli er sá að erfiðustu og leiðinlegustu störfin eru yfirleitt þau mikilvægustu og það geta ekki allir verið í “góðum” störfum þó flestallir vilji það. Mikilvægur hluti af lausninni er að það þarf fara að meta þessi störf eftir mikilvægi þeirra og hækka laun þeirra sem vinna þau. Um leið ætti að stytta vinnudaginn og/eða vinnuvikuna.

Starbuck, 3.7.2012 kl. 15:29

17 Smámynd: Starbuck

Í fyrstu setningunni átti að vera ...peningum sem er eytt í einn hlut er ekki eytt í einhvern annan

Starbuck, 3.7.2012 kl. 16:07

18 Smámynd: Stefán Júlíusson

Starbuck,  ef "kínversku" peysurnar eru seldar jafn dýrar og þessar íslensku og ekki er hægt að sjá hvar peysurnar eru framleiddar þá liggur vandamálið hjá íslensku framleiðendunum.

Það á að merkja íslensku peysurnar sérstaklega sem prjónaðar á Íslandi og þá er málið leyst á mjög einfaldan hátt.

Sérstaða verður þá til.  Verðsamkeppni er fyrir amatöra, en sérstaða fyrir þá kláru.  ;)

Stefán Júlíusson, 3.7.2012 kl. 16:47

19 Smámynd: Geir Ágústsson

Starbuck,

Fyrir 30-40 árum var hungur í Asíu stærsta vandamál heimsins. Núna virðast launakjör verkamanna í Asíu vera vandamálið. Ég held að það sé óhætt að stimpla sem lúxusvandamál.

Geir Ágústsson, 3.7.2012 kl. 21:16

20 Smámynd: Starbuck

Stefán, réttast og heiðarlegast er að merkja allar lopapeysur með framleiðslulandinu - "made in Iceland" eða "made in China". 

Efast ég stórlega um að erlendir ferðamenn muni þá borga tugi þúsunda fyrir kínversku peysurnar.

Starbuck, 3.7.2012 kl. 23:56

21 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta er íslenskt hugvit og íslensk hönnun þó að handverkið er kínverkst.

fólk vill borga þrefalt fyrir síma frá Apple. Bandarískt hugvit en framleitt í Kína.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.7.2012 kl. 09:22

22 Smámynd: Starbuck

Sennilega er þessi blekkingarleikur þegar farinn að valda skaða - sumir hættir við að kaupa sér peysu:

http://mbl.is/frettir/innlent/2012/07/04/eiga_ad_vera_prjonadar_her/

Starbuck, 4.7.2012 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband