Segir Jóhanna af sér núna? Nei.

Hér eru rifjuð upp orð Jóhönnu Sigurðardóttur þegar Björn Bjarnason var á sínum tíma sakfelldur fyrir brot á hinum svokölluðu jafnréttislögum.

Orð Jóhönnu: "Hjá öðrum lýðræðisþjóðum hefði ráðherra sem brýtur svo gróflega lög og reglur verið látinn fjúka. En hér á landi er allt leyfilegt hjá ráðherrum og þeir komast upp með allt. Ef ráðherrar eru ósáttir við lög eiga lögin bara að víkja en ekki þeir að þeirra mati."

Segir Jóhanna af sér núna?

Nei.

Jóhanna Sigurðardóttir er eins konar hrúðurkarl á Alþingishúsinu. Ekkert virðist bíta á hana. Hún hefur líka svipuð áhrif á þingstörf og (mjög stór) hrúðurkarl fyrir siglingu skips; truflar flæðið framhjá skipsskrokknum og dregur úr nýtni skipsvélarinnar svo skipið tekur ranga stefnu og steytir á skeri.  

Segir Jóhanna Sigurðardóttir nokkurn tímann eitthvað sem heldur vatni? Nei. Hún er e.t.v. ekki alltaf að vísvitandi ljúga og veit kannski stundum bara ekki betur, en það virðist vera sama hvað hún segir - ekkert stenst. Stundum er alveg ótrúlegt hvað hún getur haft rangt fyrir sér.

Kjósendur gerðu mikil mistök með því að leiða Jóhönnu og Steingrím J. Sigfússon til valda. Það viðurkenna núna jafnvel þeir sem eru einlægir stuðningsmenn stjórnarflokkanna sem gætu einfaldlega aldrei hugsað sér að kjósa flokka sem hafa ekki það á stefnuskránni að sópa öllu í faðm ríkisins. 


mbl.is Bauð fram sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband