Stjórnarandstaða: Standið fast á ykkar!

Steingrímur J. Sigfússon segir ekki koma til greina að láta undan kröfum minnihlutans í lykilmálum, þ.m.t. sjávarútvegsmálinu, til að greiða fyrir samþykkt um þinglok.

Þetta eru skilaboð þess ráðherra sem hvað minnst er fyrir rökræður, en hvað mest skammar aðra fyrir að þora ekki í rökræður.

Nú er áríðandi að stjórnarandstaðan standi fast á sínu, sama hvað dagatalið segir. Hún má ekki gefa eftir og hleypa sósíalisma ríkisstjórnarinnar í gegn. Nóg er af honum þótt ekki bætist nú meira við.

Betra er að nokkrir þingmenn missi nokkrar vikur af sumarfríi en að þeir og allir aðrir þurfi að þola afleiðingar ríkisstjórnarsósíalismans í mörg misseri (eða þar til næsta ríkisstjórn fær kjark til að draga þann sósíalisma til baka).

Í minni vinnu er mér sagt að klára verkefnin mín áður en ég læt mig hverfa í langt frí. Stundum þýðir það yfirvinnu og mikið álag. Stundum tekst það ekki en þá þarf ég að færa góð rök fyrir því að það sé í lagi, og setja saman áætlun um hvernig verkefnin geta klárast, t.d. af öðrum. Þingmenn eiga að mæta að minnsta kosti sömu kröfum. Verkefni stjórnarandstöðunnar er að stöðva áform ríkisstjórnarinnar í nánast öllum málum. Hún á ekki að fara í sumarfrí fyrr en því verkefni er lokið. 


mbl.is Vill ekki þingfundi í júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Hjartanlega sammála. Það er hætt við að kjarkleysi þingmanna muni viðhalda sósíalismanum lengi, og því er happadrýgra að vera ekki að búa til einhverja vitleysu, frekar en að segjast ætla að snúa henni til baka seinna. Við vitum öll að það tekur lengri tíma að líma saman glasið heldur en að brjóta það.

Örvar Már Marteinsson, 18.6.2012 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband