Hagfræði hrunsins er ennþá 'mainstream'

Hvað lærði stjórnmálaelítan og embættismannahjörð hennar af hruninu?

Svarið er: Nákvæmlega ekkert.

Það sem olli hruninu er nú nýtt sem meðal gegn því.

Helstu orsakir hrunsins: Peningaprentun, umsvifamikið og fjárþyrst ríkisvald, hækkandi skattar, eyðsla um efni fram, skuldsetning, opinberar fjárfestingar, fleiri reglur, meira eftirlit, samkeppnishamlandi kostnaður við stofnun nýrra fyrirtækja í fjármálum hvers konar. 

Helstu tæki og tól stjórnmálamanna til að lækna mein hrunsins: Þau sömu og helstu orsakir hrunsins.

Við og við skjóta upp bandbrjálaðar hugmyndir um að auka eftirlit, fjölga reglum, skattleggja meira, skattleggja þá sem skapa mikil verðmæti, skattleggja fyrirtæki sem hafa ekki farið í gjaldþrot, afskrifa skuldir gjaldþrota fyrirtækja á kostnað skattgreiðenda, prenta meiri peninga, stofna til fleiri og meiri skulda.

Blaðamenn kyngja þessu öllu þegjandi og hljóðalaust.

Er eitthvað skrýtið við að almenningur skilji ekki af hverju ráð helstu spekinga hafa ekki dugað til að hreinsa út hrunið? Almenningur fær enga menntun í hagfræði í skólakerfinu. Þeir sem velja að mennta sig í hagfræði í háskóla læra vitleysu sem sagan er fyrir löngu búin að afskrifa, og predikarar þessarar vitleysu fá ítrekað að tjá sig í fjölmiðlum, sem ruglar almenning bara enn meira í ríminu, enda virkar ekkert af ráðleggingum vitringanna.

Hagfræði hrunsins er ennþá sú "viðtekna", hún er ennþá "mainstream". Þar til það breytist getum við átt von á því að raunlaun almennings haldi áfram að lækka, að fyrirvinnur heimilanna þurfi áfram að vera tvær til að heimilisbókhaldið stemmi, og að börnin okkar verði skuldsettari og skuldsettari, jafnvel áður en þau fæðast.  


mbl.is Hinir ríku verði skattlagðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hvað er meira mainstream en einmitt þessi hluti í auglýsingunni "Allir vinna":

"Því á endanum örva allar framkvæmdir stórar sem smáar hagkerfið og snúa hjólum atvinnulífsins"

http://allirvinna.is/spila/

Lúðvík Júlíusson, 11.5.2012 kl. 00:27

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Réttnefni á þessu átaki væri: Allir opinberir starfsmenn vinna (við að yfirfara umsóknir um undanþágu frá greiðslu skatta).

Geir Ágústsson, 11.5.2012 kl. 08:41

3 identicon

Ekkert í pólítík eða fjármálum gerist fyrir slysni, þetta er allt augljóst og einfalt plan til að ræna alþýðuna síðustu krónunum. Ekkert af þessu er tilviljanir. Þeir ríku borga minni eða enga skatta, er það ekki augljóst að með peningum koma völd, meðan þeir sem lítið eiga og þéna borga mest. Það hefur lítið breyst frá því á miðöldum þegar kirkjan átti lönd og menn og rændi alþýðuna öllu.

TTT (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband