Ríkið ræður. Punktur.

Er einhver í vafa um það að á Íslandi er það ríkisvaldið sem á seinasta orðið í hvaða máli sem er sem viðkemur eignum og líkömum Íslendinga eða þeirra sem eru á Íslandi hverju sinni?

Ríkisvaldið getur sett í lög að ef lögreglumaður ef biður þig um að girða niðrum þig og glenna út rassgatið, svo þar megi framkvæma leit á þér, þá hlýðir þú eða ferð í grjótið.

Ríkisvaldið getur sagt þér hvort tóbaksreykur megi liðast um innandyra í þínu húsi, eða ekki.

Ríkisvaldið getur ákveðið að þú megir ekki kaupa ákveðna jörð. Nú eða að þú verðir að kaupa hana á ákveðnu verði sem seljandinn getur verið sáttur við eða ekki. Nú eða að ríkisvaldið getur ákveðið að taka af þér jörð og láta þig fá eitthvað í staðinn, eða ekki.

Þetta takmarkalausa vald ríkisins er sögulega séð ekkert nýtt. Það veik í stuttan tíma (á mælikvarða mannkynssögunnar) eftir hugmyndafræðilega byltingu Evrópu eftir miðaldirnar. Frelsi frá afskiptum hins opinbera, ríkisins, konunga, harðstjóra, keisara og embættismanna þeirra er undantekningin í mannkynssögunni.  Undantekningin er frelsið til að fá að vera í friði fyrir ofbeldi, gripdeildum og ofríki "yfirvalda". Reglan er sú að vera reglulega og "löglega" rændur. 

Ráðherra í ríkisstjórn Íslands tekur ákvörðun. Hann hendir óskýrum lögum, ákvæðum um undanþágur, ákvæðum um frekari skoðun á hinu og þessu og hvaðeina sem hann hefur í vopnabúri sínu á eftir þeim sem vilja ganga gegn ákvörðun hans.

Ríkisvaldið ræður. Ákveðin jörð verður ekki keypt nema ríkisvaldið samþykki kaupandann og áform hans um notkunar hennar. 

Case closed. 


mbl.is Skoða þarf skuldir sveitarfélaganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Alveg sammála þér enda eru öll atvinnutækifæri drepinn niður í fæðingu og svo verðu,r nema þetta lið hrökklist frá. Hvað tekur við verður svo bara að koma í ljós enm það verður ekkert af þessu liði svo er víst. Allt annað hlýtur að vera betra.

Tryggvi Þórarinsson, 10.5.2012 kl. 13:37

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hjartanlega sammála þér í að allt annað hlýtur að vera betra. Samfylking og VG í sömu sæng án aðhalds eða þriðja aðila er einfaldlega versta hugsanlega samsetning á ríkisstjórn sem hægt er að hugsa sér. Næstverst er einhver ríkisstjórn með Samfylkingunni. Þriðjaverst er einhver ríkisstjórn með VG. Skást er ríkisstjórn án VG og án Samfylkingarinnar.

Geir Ágústsson, 10.5.2012 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband