Sósíalisminn vofir yfir Íslandi

Morgunblaðið var svo vingjarnlegt að birta litla grein eftir mig í dag. Hana má lesa hérna. Ég vona að hún hafi einhver áhrif á einhvern og verði jafnvel til þess að aðeins fleiri byrji að kalla sósíalista sínu rétta nafni: Sósíalista.

Baráttan gegn ríkisvaldinu má aldrei stöðvast. Almenningur þarf að sýna ríkisvaldinu fyrirlitningu og tortryggni og efast um allt sem það gerir eða ætlar sér að gera.

Allt sem ríkisvaldið tekur að sér verður verra en áður. Allt sem ríkisvaldið sópar undir væng ríkiseinokunar og þvingunar rýrnar í gæðum og hækkar í verði.

Þeim mun mikilvægara sem eitthvað er (t.d. heilbrigðisgæsla og menntun), þeim mun mikilvægara er að losa það úr klóm ríkisvaldsins.

Það var gott hjá ríkisvaldinu á sínum tíma að leyfa fleirum en sprenglærðum augnlæknum að mæla sjónstyrk fólks. En hvað með aðra heilbrigðisþjónustu? Hana þarf líka að frelsa úr greipum hins opinbera.

Það var gott þegar ríkisvaldið afnám bann við sölu á sementsframleiðslu annarra en ríkisverksmiðjunnar á sínum tíma. En hvað með lyf, áfengi og lambakjöt? Allt þetta þarf líka að komast út á hið aukna svigrúm hins frjálsa markaðar, án afskipta og niðurgreiðsla og ríkiseftirlits. 

Þróunin er samt í hina áttina. Ríkisvaldið er ekki að hleypa úr greipum sínum, heldur sópa í þær nýjum og nýjum verkefnum. Almenningur tekur varla eftir þessu, því svo miklu ryki er þyrlað upp til að afvegaleiða umræðuna, að enginn sér hvað er að gerast.

En ég vona sem sagt að mín örfáu orð veki einhvern til umhugsunar.

Njótið vel! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það verður alltaf að passa upp á að ríkisafskipti verði ekki of mikil.

Þess vegna fannst mér dómur Landsdóms ansi góður.  Nú þarf framkvæmdavaldið að vinna samkvæmt stjórnarskránni. 

Aðhald er gott, alls staðar.

Stefán (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 12:48

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Stefán,

Dómur Landsdóms var sá, að allir forsætisráðherrar hins íslenska lýðveldis hafa brotið gegn 17. grein stjórnarskráarinnar. En að vísu virðist ekki gera neitt til að brjóta gegn henni. Hún bannar líka eignanám, norska seðlabankastjóra og ESB-aðild. Ekkert virðist samt hafa áhrif á framkvæmdavaldið.

Ríkisafskipti eru NÚ ÞEGAR "of mikil". Alltof, alltof, alltof mikil, lamandi, kæfandi og heftandi. Þeir sem vilja láta staðar numið NÚNA, án þess að vinda ofan af ríkisvaldinu, þeir eru að biðja dópistann um að láta núverandi neyslumagn duga. Dópistinn mun samt á endanum drepast úr eitrun, þótt hann geri það að vísu aðeins seinna en ef hann hefði haldið áfram að auka skammtinn.

Geir Ágústsson, 25.4.2012 kl. 13:05

3 identicon

Sammála þér, enda var það algert rugl hjá Geir H. að benda á að aðrir hefðu gert það sama og ekki verið kærðir.

Auðvitað á að fara eftir reglum, lögum og stjórnarskránni.

Stefán (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 15:07

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ætli honum hafi ekki bara sárnað yfir að hafa fengið dóm fyrir eitthvað sem í raun er ekki brot heldur tylliástæðu til að dæma hann fyrir eitthvað, sbr. þessi ímynduðu fundarhöld sem hefðu kannski komið í veg fyrir dóminn.

Geir Ágústsson, 25.4.2012 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband