Sem sagt, 8,08% atvinnuleysi

Þegar atvinnuleysi er orðið það mikið og langvarandi og ráðaleysi stjórnmálamanna orðið nógu mikið þá byrjar leikurinn með tölfræðina.

Í fréttinni segir að 500 manns hafi verið sópað af skrá atvinnulausra og inn á námskeið, og að 900 manns sem eru í hlutastörfum eða tímabundnum störfum, en langar í fullt starf, séu einnig dottnir af skránni síðan um áramót. Sé þessum fjölda bætt við fjölda atvinnulausra verður atvinnuleysið 8,08%. 

Þessi tilflutningur á fólki af skrá yfir atvinnulausa og yfir á skrá yfir eitthvað allt annað (námskeið, sjúkraleyfi, bætur af ýmsu tagi o.s.frv.) er vel þekkt leikfimi í mörgum ríkjum þar sem langvarandi og viðvarandi atvinnuleysi hrjáir hagkerfið eða er að verða að óþægilegu pólitísku vandamáli. Í sumum ríkjum er jafnvel hægt að reikna opinberar tölur um atvinnuleysi upp í hið tvöfalda þegar allt er tekið með í reikninginn og kallað sínu rétta nafni (atvinnubótavinna, tilgangslaus námskeið og fleira af því tagi).

Eftir því sem nær líður kosningum mun brögðum af þessu tagi fjölga til að reyna fegra ástandið í hagkerfinu. Atvinnuleysisbótaþegum mun fækka, en þeim fjölga mikið sem sitja námskeið, grafa holur og fylla í þær aftur og sinna "sérverkefnum" hjá ríkinu og fyrirtækjum/stofnunum þess, að ógleymdum þeim sem skyndilega "verða" öryrkjar sem fara á örorkubætur (en þær eru pólitískt mun síður skeinuhættari en atvinnuleysisbæturnar). 

Nema ríkisstjórninni detti nú allt í einu í hug að hverfa frá hagkerfisdrepandi stefnu sinni. En ég held að það sé langsótt.


mbl.is Atvinnuleysið 7,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér það er verið að fegra tölfræðina og ljótur leikur þegar ungt fólk er ginnt í nám svo að það þurfi ekki að skrá það atvinnulaust og það hálfvegis þvingað á námslán.

Svo er fjöldi manns við störf t.d. í Noregi en heldur heimili á Íslandi.  Það má þess vegna segja að atvinnuleysið á Íslandi sé yfir 10% ef menn vildu líta raunsætt á málið.

Magnús Sigurðsson, 14.2.2012 kl. 14:49

2 identicon

Atvinnuleysi er vel yfir 10% ef allir þeir atvinnulausu sem fluttir eru úr landi og þeir sem fóru í nám eru taldir með.
Til að mæla árangur þá þarf að athuga hversu mörg störf eru í boði á markaðnum. Eins og staðan er í dag þá hefur þeim ekkert fjölgað frá hruni, þeim hefur fækkað jafnt og þétt síðan fyrrihluta 2009. Ef færri störf eru í borði en voru fyrir 1 ári og 2 árum þá er ekki atvinnulausum að fækka. Þetta er leikur að tölum.

Gunnar (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 15:16

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þetta er ljótur leikur vegna þess að svo þegar allir þeir sem að fóru af bótum yfir í nám standa svo uppi algjörlega réttindalausir á atvinnuleysisbætur eftir nám og enga vinnu að fá neitt frekar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.2.2012 kl. 22:49

4 identicon

Sæll.

Alveg rétt hjá þér og mjög þarft að vekja á þessu athygli, bullið í stjórnvöldum er stundum alveg með ólíkindum.

Þessar opinberu atvinnuleysistölur eru auðvitað þvættingur. Hvernig væri staðan ef fólk hefði ekki flúið land? Hvernig væri staðan ef við værum með evruna sem Sf heldur að bjargi öllu?

Leiðrétti mig nú einhver ef ég fer með fleipur en ég veit ekki betur en fólk megi ekki þiggja bætur í meira en 3 ár, eftir þann tíma fellur fólk af skrá en sveitarfélagið þarf að framfleyta því. Eru þetta örlög örfárra eða nokkur hundruð einstaklinga? Þetta, ef rétt er, hefur auðvitað jákvæð áhrif á atvinnuleysistölur sem núverandi ráðalaus stjórnvöld fagna án efa.

Helgi (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 11:09

5 identicon

Atvinnuleysi er afurð markaðs hagkerfis sem snýst um að hámarka hagnað. Sá hagnaður getur fallist í því að fæka starfsfólki og hagræða. Þó vissulega að mínu viti þá getur ríkistjórn með atvinnudrepandi stefnu jafnframt leit til fækunnar. Svo getur það verið til hvoru tveggja. Þannig að atvinnuleysi er afurð þess kerfis sem við höfum byggt up.

Þessar tölur passa alveg örugglega ekki enda eru þær bara leikurinn í því að skilgreina.

Þá vitum við ekki hvernig þeim lýður sem ekki eru skilgreindir atvinnulausir, vs þeir sem eru skilgreindir atvinnulausir. Enda getur langvarandi atvinuleysi haft áhrif á sálfsmat og sjálfstruast. Þannig að ég held að það sé ekki verið að gera þeim sem hafa verið lengi atvinnulausir neinn greiða með því að taka þá af bótum.

Þá vitum við ekki hvernig fjárhags staða þessa fólks er, eru einhverir að þiggja bætur sem þurfa ekki í reynd á þeim að halda? Sem gerir það kannski að verkum að við hendum kannski einstakling af bótum sem þirfti frekar á þeim að halda? Spyr sá sem ekki veit.

Jafn hliða tölum um atvinnuleysi þá þyrftu að vera tölur um störf í boði. Það hljóta að vera til störf sem ættu að geta skaffað einhverjum vinnu af þeim sem eru nú skráðir atvinnulausir. Þá þykir mér líklegt að verkamaður sem verður atvinnulaus er ekki að fara að labba inní sérfræði starf sem væri í boði. Þá er sérfræðingur ekki að fara að labba inn í verkamannastarf þar sem hann telur starfið ekki samboðið sér. Þannig að ljóst er að atvinnuleysi og störf í boði er flókið fyrir bæri þar sem sá atvinnulausi er kannski ekki alltaf hæfur í það starf sem er laust.

Kristján Birnir Ívansson (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 13:15

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk öll fyrir innlegg ykkar.

Kristján, varðandi þessa setningu: "Atvinnuleysi er afurð markaðs hagkerfis sem snýst um að hámarka hagnað."

Ég held að betri skilgreining væri: "Atvinnuleysi er afleiðing þess að verð á vinnuafli er hærra en verðmætasköpun þess (fyrir atvinnurekandann)." Og verð á vinnuafli getur verið of hátt af mörgum ástæðum, t.d. geta skattar og launatengd gjöld á fyrirtæki vegið mikið þegar fyrirtækjarekandi skoðar kostnað per starfsmann.

Geir Ágústsson, 15.2.2012 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband