Obama: Vonarstjarnan sem brást

Barack Obama er að skrifa sig rækilega inn í sögubækurnar.

Hann tók við umfangsmiklum hernaðaraðgerðum fyrirrennara síns og hélt þeim áfram. Bætir jafnvel í ef eitthvað er.

Hann tók við mikilli útþenslu "velferðar"ríkisins í Bandaríkjunum frá fyrirrennara sínum og hefur reynt að bæta mikið í hana.

Hann tók við mikilli skuldasöfnun og ætlar sér svo sannarlega ekki að stöðva hana.

Hann tók við seðlabanka sem prentaði peninga í miklu magni, og setti prentunina á mikið flug og er hvergi nærri hættur.

Hann tók við hagkerfi þar sem reglugerðarbáknið og skattbyrðin var fyrir löngu byrjuð að lama alla verðmætasköpun og senda alla framleiðslu á hraðan flótta út úr landinu. Obama virðist ekki ætla að stöðva þá þróun fyrr en allir Bandaríkjamenn eru skuldsettir upp í rjáfur og vinna við þjónustu og verslun og neyslu og útgáfu greiðslukorta.

Núna ætlar hann að berja hamri ríkisins á þá "ríkustu". Þeim mun því fækka hratt og örugglega.

Obama er vonarstjarna sem brást.  Hann er hinn svarti George W. Bush hagstjórnar og ríkisumsvifa, nema örlítið meiri sósíalisti, og auðvitað töluvert betri ræðumaður. En það er allt og sumt.


mbl.is Vill byggja upp réttlátt efnahagskerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Svo má ekki gleyma því að amerísk fyrirtæki koma ekki heim með gríðarlegar tekjur af starfsemi sinni erlendis vegna skattastefnu Obama. Það fé væri hægt að nota í fjárfestingar og uppbygginu en verður það ekki þökk sé skattastefnu hans.

M. Bachmann nefndi fyrir ekki svo löngu gríðarlega háa tölu varðandi kostnað amerískra fyrirtækja árlega vegna reglugerðafargans. Fjármálafyrirtæki þurfa að hafa sérstaka deild starfandi sem sér um að fyrirtækið fari að reglum hins opinbera, P. Schiff hefur einnig nefnt þetta og þá á þetta án efa við önnur fyrirtæki líka í hans geira. Hann hefur því ákveðið að stækka fyrirtæki sitt - á erlendri grundu en ekki í USA.

Bandaríkjamanna vegna vonar maður að Obama verði kosinn út í hafsauga í nóv. en það er þó ekki á vísan að róa vegna þess að honum gengur vel að safna fé í kosningasjóði sína. Bandaríkjamenn lifa ekki fjárhagslega af tvö kjörtímabil með Bush og tvö með Obama.

Helgi (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 11:06

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Stjórnmálafræði vinstrimanna minnir mig stundum á aðferðir geimveranna í kvikmyndinni Independance Day:

"They attack planets, use up the resources, kill the life forms, then move on."

Geir Ágústsson, 31.1.2012 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband