Már hinn 'trúverðugi'

Már Guðmundsson, kommúnisti, skafar nú af sér seinustu lög trúverðugleika. Það sem blasir við núna er maður sem er ekki starfi sínu vaxinn, keyrir Seðlabanka Íslands áfram á pólitískum markmiðum pólitískra samherja sinna í ríkisstjórninni, og ætlar sér greinilega að sjúga hverja krónu úr bankanum áður en hann verður rekinn, en það gerist fljótlega eftir næstu Alþingis-kosningar.

En allt þetta er ekki aðalatriðið, eins og Vefþjóðviljinn bendir á, heldur hitt: Til hvers er íslenska ríkið að gefa út svokallaðan gjaldmiðil og reka seðlabanka?


mbl.is Már hafnaði launahækkun sumarið 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki gott dæmi um frekt ofalið búrhænsni í stjórnkerfinu?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 07:22

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vel orðað!

Geir Ágústsson, 13.1.2012 kl. 07:40

3 Smámynd: Valgeir

Þurfa menn að vera kapítalistar til að hafa vit á rekstri Seðlabanka??? Bíddu voru þetta þá alltsaman kommúnistar sem sópuðu til sín almannafé 2005-2007? Er ekki tími til kominn að hætta þessu kommúnistavæli. Annað hvort er maðurinn hæfur eða ekki. Hvaða lífsskoðun sem hann hefur "að allir séu jafnir" eða "ég á ég má" kemur málinu ekkert við. Á pappírum er þessi maður allavega mjög hæfur og hefur tekið ákvarðanir sem eru ríkisstjórninni ekki að skapi. Ætli það sé ekki ástæða þess að hann fær ekki launahækkun.

Valgeir , 13.1.2012 kl. 08:52

4 identicon

Auðvitað á karlinn að fara, hann er örugglega ekki launanna virði. Það er hagur allra að jálkurinn rembist við annað en það sem hann er að rembast í dag.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 08:58

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Krónan er ágæt.

Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 09:06

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Valgeir,

"Að hafa vit á rekstri" seðlabanka er eitt og hið sama og "hafa vit á rekstri" verðlagsstjórnunar. Það hefur sýnt sig að enginn "hefur vit" á því að stjórna verðlagi á vörum og þjónustu.. og peningum. Best er að láta markaðinn um að stilla saman framboð og eftirspurn, bæði í nútíð og framtíð. 

En fyrir utan að vera í vonlausri stöðu er Már Guðmundsson hrokafullur, pólitískt alveg rosalega háður og bíddu nú við, er hann ekki einn af höfundum hinnar svokölluðu "hávaxtastefnu" fyrir íslensku krónuna?

Geir Ágústsson, 13.1.2012 kl. 09:35

7 identicon

Már á að sjálfsögðu að vera á árangurstengdum launum

guru (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband