Markaðsaðhaldið hræðilega

Fyrir daga hinna reglubundnu öfgasveifla á fjármálamörkuðum (lesist: fyrir daga ríkiseinokunar á peningaútgáfu í gegnum ríkisrekna seðlabanka) voru svokölluð "bank run" hin hefðbundna leið markaðarins til að afhjúpa illa rekna og illa stæða banka. Bankar sem þoldu ekki áhlaup hlutu að vera gjaldþrota í raun - hafa meira af peningum á efnahagsreikningum sínum en í bankahirslum.

Ríkisvaldið hefur gert sitt besta til að lækka hina svokölluðu "bindiskyldu" bankanna úr hinni gömlu góðu 1:1 niður í t.d. 1:10. Þetta hefur haft augljósa kosti í för með sér fyrir ríkisvaldið sjálft, og auðvitað bankakerfið sem getur ávaxtað fé sem er ekki til nema á efnahagsreikningum þeirra. 

Smátt og smátt er það að renna upp fyrir almenningi víða að bankakerfið er tæknilega og í raun gjaldþrota, og haldið á lífi af skattgreiðendum. Stjórnmálamenn tala gjarnan um að bankakerfið þurfi að njóta "trausts", en tala sjaldnar um að t.d. fatahreinsanir þurfi líka að njóta þess. En fatahreinsanir njóta trausts: Í 99% tilvika getur fólk komið og "tekið út" fötin sín hvenær sem það vill, hvort sem fötin eru hrúga af slitnum nærbrókum eða dýrustu jakkafötin í Armani-línunni. Í tilviki bankanna er það ekki alltaf staðan. 

Bankaáhlaup verða algengari og algengari er mín spá. Og það er gott. 


mbl.is Hraðbankar tæmdir í Lettlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk leggur inn X inn í banka og bankinn lánar út Y, eftir stendur X-Y. Er ekki eðlilegt að bankar geti ekki borgað út allar innistæður samstundis? Nema kannski með því að innheimta öll útlán.

Gummi (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 18:52

2 identicon

Þvílíkur bullpóstur hjá þér félagi....

Jón (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 21:07

3 identicon

Já Gummi..... nema bankar lána saman út X-(Y*(100/BINDISKYLDU))

Miðað við 2% bindiskyldu er það þá X-(Y*50) OG Y=0,98X

Eftir að bankarnir hafa velt þessu á milli sín hafa þeir saman lánað út

49 X en í seðlabankanum er 1 X til að borga fólki út ef uppá vantar.

Ef þeir hefðu bara lánað fólki sem getur borgað það sem þau skulda með

vöxtum þá væri e.t.v. allt í góðu.

En eins og við vitum þá standa mjög margir ekki í skilum og t.d. hér heima

eru tugir þúsunda í greiðsluskjóli o.s.f.v.

Góður póstur og eiginlega er ekkert skrítið að menn hafi misst traust á þessu

kerfi, það sem er skrítið er hversu margir treysta því.....en það verður þeirra

höfuðverkur ekki minn.

H-B (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 00:24

4 identicon

Hærri bindiskylda þýðir að meira magn af peningum þarf að liggja vaxtalaust í einhverri hverlfingu eða svo gott sem. Þar af leiðandi þurfa útlánsvextir að vera hærri. Þ.a. þetta er spurning um að balansa hversu mikið við viljum borga í vexti og hins vegar hversu örugg við viljum vera um að tæma ekki bankann.

Gummi (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 02:12

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Vextir gegna því hlutverki að miðla peningum þeirra sem eiga þá í dag en vilja nota þá seinna (en krefjast umbunar fyrir biðlund sína = vextir), og þeirra sem vantar peninga í dag og eru tilbúnir að greiða fyrir aðgengi að þeim strax í dag (gjarnan fjárfestar sem sjá fram á að græða á því sem þeir fjárfesta í með lánsfénu).

Ef margir sem eiga pening í dag eru tilbúnir að bíða með að eyða þeim þar til seinna, þá er framboð af lánsfé mikið, og verð á því lágt. Langtímaverkefni verða því arðvænleg - verkefni sem væru það ekki í umhverfi hárra vaxta. Þegar langtímaverkefnunum er lokið, og búið er að greiða útlánendum fé sitt til baka, þá geta þeir byrjað að eyða því, t.d. í eitthvað sem kemur sem afrakstur langtímaverkefnanna (hvort sem það eru verslunarmiðstöðvar, raforkuver, varningur úr verksmiðju eða hvað sem er).

Með því að prenta fullt af peningum og gera það aðgengilegt sem lánsfé er verið að þrýsta vaxtastiginu niður, láta það líta svo út að margir eigi fé til útláns í dag sem verður svo til ráðstöfunar í eyðslu seinna. Verið er að senda rangt verðmerki á lánsfé út á markaðinn. Íbúðarhús sem virtist vera arðvænlegt að byggja á tímum lágra en falsaðra vaxta stendur skyndilega autt því það kemur í ljós að enginn á sparnað til að eyða í húsakaup. 

Hversu rangt verðlag peninga er svo fer eftir aðstæðum, en á meðan peningaprentvélarnar fá að ganga er verðið á peningum rangt.  

Ríkissósíalismi í peningaútgáfu er eitthvað sem Marx mældi með, og er óumflýjanlegur í raun þegar menn líta á og skilja eðli og atferli ríkisvaldsins. 

Geir Ágústsson, 13.12.2011 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband