Hvaða skattar eru 'tímabundnir'?

Ríkisstjórninni virðist ekki ætla að takast að gera nokkurn skapaðan hlut rétt. Ein af aðalástæðum þess er algjört getuleysi hennar til að stöðva stjórnlausa skuldasöfnun ríkisins. Sú stjórnlausa skuldasöfnun er innbyggð í þeim einbeitta ásetningi ríkisstjórnarinnar að gera ríkisvaldið sem stærst, hvað sem það nú kostar fyrir einkaframtakið.

Skattar sem eru kallaðir "tímabundnir" eru það í langfæstum tilvikum. Um það eru til fjöldamörg dæmi. Dæmi 1: Hátekjuskatturinn. Dæmi 2: Söluskattur/virðisaukaskattur. Dæmi 3: Bókhlöðuskatturinn. Til að afnema "tímabundna" skatta þarf yfirleitt að leggja mikið á sig og þeir sem gera það fá oftar en ekki á sig mikla gagnrýni fyrir að svipta ríkið mikilvægum "skattstofnum". 

Lífeyrissjóðirnir, sem margir treysta (enn sem komið er) á til að sjá fyrir sér í ellinni, eru nýjasta mjólkurbelja ríkisstjórnarinnar. Þessa belju á að mjólka til að fjármagna allskyns gagnslaus gæluverkefni stjórnlyndra stjórnmálamanna. 

502 dagar í næstu kosningar, í alvöru?


mbl.is Álögur á sjóðina úr fimm áttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband