Kann hagfræðiprófessorinn hagfræði?

Mér tekst ekki að finna neitt sem segir mér hvort Mario Monti, verðandi forsætisráðherra Ítalíu, sé maður markaðarins eða miðstýringarinnar. Get samt varla ímyndað mér að maður sem verður háttsettur hjá ESB sé maður markaðarins.

Menn vona að nýrri ríkisstjórn takist að byggja upp Ítalíu á ný. Það verður erfitt verkefni sem skapar stjórnmálamönnum miklar óvinsældir. Thatcher tókst að lækna hið breska hagkerfi af mörgum kvillum þess á sínum tíma, en hún var sterkur leiðtogi og óhrædd við gagnrýni. Fyrir hennar tíma var Bretland "veiki maðurinn" í Evrópu. Núna eru þeir veiku sunnar í álfunni, og mun fleiri. Og engin Thatcher til að beita skurðarhnífnum á krabbameinskýlin.

Ef ætlunin er að koma Ítalíu út úr vandræðum sínum þarf að skera útgjöld hins opinbera þar um marga tugi prósenta, veikja verkalýðsfélögin, skerða lífeyrisréttindi allra, skerða launakjör opinberra starfsmanna, lækka skatta mikið, greiða skuldir hins opinbera, opna hagkerfið og draga úr opinberum afskiptum á öllum sviðum.

Pólitískt raunsæi segir að ekkert af þessu verði gert í Ítalíu. Menn munu fara á hnén til Þjóðverja og betla út stærri lán til að borga niður gjaldfallin lán. Helst með því að fá lánaða nýprentaða peninga sem þrýsta um leið vöxtum niður. Síðan verður veislunni haldið áfram. Hagfræðiprófessorinn, sem kannski kann hagfræði en kannski ekki, fær svo að taka pokann sinn þegar næsti skellur kemur. 


mbl.is Ítalía sinni aftur burðarhlutverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Svipuð hugsun skaut upp kollinum hjá mér þegar ég heyrði um skiptin. Ég hef enga trú á að þessi ágæti maður geti gert það sem þarf að gera þarna, jafnvel þó hann viti hvað þarf að gera en það er alveg óvíst.

Ítalía þarf líka að losna við evruna líkt og Grikkir og fleiri. Evran hentar Þjóðverjum og er í raun nauðsynleg fyrir þá ef ekki á að hægjast mikið á í þýsku efnahagslífi.

Daginn eftir að Grikkir tækju upp drögmuna sína myndi endurreisnin hefjast hjá þeim. Heldur þú það ekki?

Helgi (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 15:04

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Helgi,

Ég held að allir sem eyði um efni í langan tíma lendi í klípu.

Að ríki búi við pappírsgjaldmiðil sem hrynur í kaupmætti og sker í lífskjör allra er þægileg pólitísk lausn á óráðsíu pólitíkusa, en ekki góð. Grikkir gætu "hermt eftir" hruni á kaupmætti gjaldmiðils með því að skera í launatölur allra Grikkja og neyða þá til að framleiða meira og borga skuldir sínar áður en þeir geta keypt glingur og dót frá útlöndum. En það er víst pólitískt óframkvæmanlegt í flestum ríkjum. Svo jú til að skerða lífskjör þeirra sem lifa um efni fram er veikur gjaldmiðill sennilega besta verkfærið.

Svona eins og Íslendingar búa við.

Næsta mál á dagskrá ætti svo að vera að taka upp gjaldmiðil sem segir strax frá því ef menn eru að prenta peninga eða einhvern veginn auka peningamagn í umferð, t.d. gullfót. Grikkir hafa að vísu klúðrað gullfætinum líka í myntsamstarfi, en það er önnur saga og lengri.

Geir Ágústsson, 14.11.2011 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband