Engin lausn í sjónmáli

Bjartsýni fjárfesta er óþörf og verður fljótlega horfin aftur.

Skuldakreppan fer ekki fyrr en gjaldþrota ríki lýsa sig gjaldþrota og draga marga lánadrottna sína niður í leiðinni, eða þýskir skattgreiðendur taka á sig skuldirnar.  Hvorugt hefur gerst ennþá. Menn reyna ennþá að afneita raunveruleikanum og vona að peningaprentun, meiri skuldsetning og "bjartsýni" dugi til að halda aftur af honum.

Þeir sem vilja kaupa hlutabréf eiga að bíða aðeins eftir að verð á þeim hrynur aftur. Fjárfestar eiga að kaupa raunveruleg verðmæti á meðan, t.d. olíu eða gull. 


mbl.is Mikil hækkun hlutabréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég er alveg sammála þér, hinn margþætti undirliggjandi vandinn hefur ekki verið leystur. Sennilega er það vegna þess að þessir glæstu og frábæru leiðtogar skilja ekki vandann. Annars er alveg óvíst að bankarnir séu tilbúnir að afskrifa upp undir helming skulda sumra ríkja sem og afleiðingar afskrifta sem þessara á bankana. Kannski ECB prenti bara peninga og láni bönkunum? Það virkar tímabundið.

Svor er líka nokkuð merkilegt hvernig þessir glæstu leiðtogar ætla sér að gera hlutina. Sum ríki eiga að fá afslátt af sínum skuldum en ekki önnur. Finnst leiðtogum t.d. Spánar, Portúgals og Ítalíu svona mismunun í lagi? Hvað með almenning í þessum löndum? Utanríkisráðherra Ítalíu var ekkert sérstaklega ánægður með látbragð Frakklandsforseta. Fræjum sundrþykkni hefur verið sáð á þessum fundi.

Ég skil ekkert í því að fjármálamarkaðir skuli ekki sjá skilningsleysi sumra leiðtoga ESB.

Helgi (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband