Ríkisendurskoðun: Öflug en sett til hliðar

Ríkisendurskoðun virkar á mig sem öflug stofnun sem gefur engum grið í kerfinu, og fylgist vel með því fé sem skattgreiðendur eru píndir til að reiða af hendi til hins opinbera.

Hér segir til dæmis:

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi gagnrýnir hvernig ríkissjóður ætlar að færa bókhald. Ríkissjónvarpið greindi frá því að ríkisendurskoðandi telji ríkisstjórnina ekki standa rétt að þegar kemur að fjármögnun framkvæmda og hvernig skuldbindingar ríkissjóðs eru færðar til bókar.

Í byrjun október er væntanleg skýrsla frá Ríkisendurskoðun fjármögnun framkvæmda meðal annars hjúkrunarheimila, en ætlunin er að láta Íbúðalánasjóð fjármagna, sem í raun þýðir að ríkið er að lána sjálfu sér. En um leið verður gjaldfærslu frestað og ríkisreikningur því "fallegri" fyrir vikið. Þá mun einnig vera farið yfir væntanleg Vaðlaheiðargöng og tónlistarhúsið Hörpu.

Ríkisendurskoðun er því miður ekki tekin alvarlega af æðstu stjórn hins íslenska ríkisvalds. Þegar ríkisendurskoðandi bendir á "Enron"-brellur fjármálaráðherra, þá verður þaggað niður í Ríkisendurskoðun. En sjálfsagt verður teymi opinberra starfsmanna sent til lögreglunnar til að skamma yfirmenn þar fyrir að kaupa inn án þess að skoða vensl sinna manna við þeirra sem eiga birgjana.


mbl.is Lögreglan brýtur lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona falsaði Grikkland bókhaldið sitt einnig.

Þess vegna hefur lengið verið talað um það að ríkið ætti ekki að reka lánastofnun.

Flott að eiga lánastofnun sem lánar sjálfu sér.  Þarna er eilífðarvélin komin. 

Spói (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 11:59

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Átti Jón Ásgeir ekki Glitni í þeim tilgangi að hafa óendanlegan yfirdrátt?

Geir Ágústsson, 27.9.2011 kl. 12:41

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nákvæmlega.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.9.2011 kl. 15:31

4 identicon

Svo auðvitað ENRON.  Það eru til fordæmi.

Það eru auðvitað í lagi að byggja, en það má ekki fela skuldirnar.  Það er eins og að fela brennivínið bak þegar gestir eru í heimsókn;) 

Spói (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband