Óskað eftir pólitískri íhlutun (skiljanlega)

Finnska fyrirtækið Kemira hefur ekki tekið neinar ákvarðanir varðandi fjárfestingar á Íslandi ...

Umorðun: Finnska fyrirtækið Kemira óskar eftir því að pólitísk íhlutun greiði leið fjárfestinga þeirra á Íslandi. Skiljanlega. Á Íslandi eru ofurskattar og pólitísk íhlutun nánast daglegt brauð í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja. Sum mega kaupa gjaldeyri, önnur ekki. Sum mega bjóða lág verð, önnur ekki. Sum eru múlbundin af skilmálum verkalýðsfélaga, önnur hafa frjálsari hendur til að semja um kaup og kjör við starfsmenn sína.

Finnska fyrirtækið Kemira er núna að fiska eftir skilmálum frá íslenskum yfirvöldum. Ef hagstæð kjör bjóðast (t.d. skattaafsláttur og rýmkuð gjaldeyrishöft), þá fjárfestir fyrirtækið. Ef rekstrarumhverfið sem býðst er bara það sem stendur í íslenskum lögum, þá fjárfestir fyrirtækið ekki. 

Boltinn er núna á vallarhelmingi íslenskra yfirvalda.

Tímar hinna troðfullu biðstofa ráðherra eru komnir aftur.


mbl.is Ekkert ákveðið um fjárfestingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Geta Finnar ekki verið með þessar eiturverksmiðjur heima hjá sér...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.9.2011 kl. 08:03

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er áhugaverður punktur hjá þér Geir.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.9.2011 kl. 11:01

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ingibjörg, áttu landareign sem hið opinbera mun leyfa skemmdir á með þessari verksmiðju? Áttu lungu sem munu hljóta skaða af útblæstri frá þessari verksmiðju?

Annars tek ég hattinn ofan af fyrir fólki eins og Ingibjörgu, sem hefur tekist að frysta alla uppbyggingu verðmætaskapandi starfsemi á Íslandi síðan rikisstjórnin sem nú situr tók við. Og jafnvel mun fyrr.

Geir Ágústsson, 24.9.2011 kl. 15:25

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já fólk einsog Ingibjörg á hrós skilið. Atvinnuleysið og fólksflutningar hafa aldrei verið meiri en samt rölfa þau og bulla og hindra allan skapan hlut.

Það væri samt ekki eins gaman fyrir fólk einsog Ingibjörg að labba niðrá Vinnumálastofnun og horfa á fátæku vinnufúsu hendurnar sem geta ekki brauðfætt fjölskyldur sínar vegna atvinnuleysis....... en samt... ég ber virðingu fyrir svona fólki.   

Sleggjan og Hvellurinn, 24.9.2011 kl. 16:14

5 identicon

Ekkert að óttast gott fólk, Steini og co. verða enga stund að finna afsökun til að hrekja þessa vitleysinga í burtu. Í þetta skiptið gæti það verið að honum líki ekki hárgreiðslan á forstjóra Kemira.

Björn (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband