Össur vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB

Eins og réttilega er bent á hér, þá er það Össur sem vill ekki að "þjóðin fái að kjósa" um aðild að ESB.

Spurt var (á Alþingi Íslendinga):

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland skuli sækja um aðild að Evrópusambandinu. Skal þjóðaratkvæðagreiðslan fara fram hið allra fyrsta og eigi síðar en innan þriggja mánaða frá samþykkt tillögu þessarar. Verði aðildarumsókn samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu skal ríkisstjórnin leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 

Atkvæði Össurar við þessu: Nei.

Er einhver ástæða til að ætla að þegar einhvers konar "samningur" liggur fyrir, og aðlögun Íslands að regluverki ESB er lokið, að þá verði afstaða Össurar önnur?

Hvaða ástæða, ef einhver?


mbl.is Össur: Andstæðingar ESB hræddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband