Af hverju að fjárfesta í útgerð?

Hvað sem mönnum finnst um hina stórkostlegu ríkisvæðingu og þjóðnýtingu á veiðiheimildum þá hljóta menn að vera á einu máli um að svarið við spurningunni "Af hverju að fjárfesta í útgerð?" sé núna orðið: "Það á ekki að fjárfesta í útgerð - sú fjárfesting er glatað fé!"

Þeir sem eiga aflaheimildir í dag eru að horfa upp á þær þjóðnýttar í frekar stórum sneiðum, og skattheimta á það sem þó tekst að afla er að aukast og aukast.

Sá sem fjárfestir í útgerð í dag gerir sér vonandi grein fyrir því að það er glötuð fjárfesting. Sá sem á útgerð í dag og er að ákveða hvort hann eigi að eyða milljarði í að setja skipið í slipp eða stinga milljarðinum í læstan skáp á sífellt auðveldara með að taka ákvörðun. 

Sá sem á bát bundinn við bryggju síðan viðkomandi seldi frá sér allan kvóta fyrir stórfé á sínum tíma - hvað með hann? Hann hugsar sér gott til glóðarinnar. Það er verið að færa honum aflaheimildir aftur, endurgjaldslaust, í skjóli pólitískrar velvildar. 


mbl.is Milljarður í hærra veiðigjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæll.

Ert þú í útgerð og handhafi aflaheimilda ?

Níels A. Ársælsson., 14.6.2011 kl. 11:43

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Nei, ég á ekki einu sinni bráðum-verðlaus-hlutabréf í útgerðarfyrirtæki (ólíkt flestum lífeyrissjóðum Íslands).

Geir Ágústsson, 14.6.2011 kl. 19:25

3 identicon

Oh ég var að vona að þú myndir svara til baka.  "Sæll, hefur þú selt kvóta?" og bæta við "hversu miklum fiski hefur þú hent frá borði?"

Flott grein hjá þér.

Kv,  Prakkari

Prakkari (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband