Rétt, en óvinsælt

Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði, er óhræddur við að afhjúpa nekt keisarans í öllu tali um róttækar breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu á Íslandi. Það virðist fara rosalega í taugarnar á stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar, en það er sennilega til merkis um að Ragnar hafi rétt fyrir sér.

Hverjum dettur í hug að róttæk tilfærsla á fiskveiðiheimildum muni hafa aðrar afleiðingar í för með sér en hliðstæð tilfærsla á landareignum í Zimbabwe? Hefur einhver veitt hagfræðileg rök fyrir því að svipting á eignarétti sé skaðlaus fyrir verðmætasköpun í útgerð á Íslandi? Er "réttlætis"barátta þeirra sem vilja sópa til sín veiðiheimildum annarra virkilega allri heilbrigðri skynsemi sterkari? Svo virðist vera.

Menn eru að ráðast harkalega á persónu Ragnars Árnasonar fyrir hreinskilnar athugasemdir hans.  Verði þeim að góðu. Ragnar lætur það vonandi ekkert á sig fá, og heldur áfram að benda á þá borðliggjandi staðreynd að þegar menn þjóðnýta verðmæti, þá verða þau verðmæti að engu.


mbl.is Atlaga að sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Einokun Mjólkursamsölunnar var líka góð í augum Ragnars Árnasonar hagfræði skækju sem selt hefur skoðanir sínar eins og mella á torgi.

Hef setið fyrir framan þennan mann farandi með staðlausa stafi í tilbúningi röksemdafærislu sinnar.

Hvílík hækja hvílík lágkúra að þetta viðrini skuli sýna á sér smettið á Sjómannadegi. Enginn einn maður hefur lagst eins lágt í svaðið fyrir útgerða mafíuna.

Ólafur Örn Jónsson, 5.6.2011 kl. 18:02

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvaða ,,eignarrétt" ert þú að tala um í þessu sambandi, Geir minn? Og hvað áttu við með þessum orðum þínum: ,,sópa til sín veiðiheimildum annarra" ?

Jóhannes Ragnarsson, 5.6.2011 kl. 18:45

3 identicon

Í upphafi var kvótanum ekki úthlutað heldur var það ákveðið í Sjávarútvegsráðuneytinu. 

Svo stóðst sú úthlutun ekki lög.  Það skrifaði Umboðsmaður Alþingis á sínum tíma.  Það var þá trúnaðarskjal, en hægt er að finna það á Þjóðskjalasafninu.

Hvernig væri það ef olíuvinnslunni á drekasvæðinu væri úthlutað til ákveðinna manna sem Iðnaðarráðherra myndi velja.  Kanski bara mig?  Fyrirtækinu væri vel stjórnað og hagnaður mikill, en er það réttlæting þess að ég hefði fengið leyfið?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 19:21

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Menn hafa greinilega ýmislegt við Ragnar að athuga, og ekki ætla ég mér að verja feril hans. En í þessu máli er hann að benda á það sem má greinilega ekki hafa hátt um.

Það versta við þessar fyrirhuguðu róttæku breytingar eru að þær grafa algjörlega undan öllu skipulagi útgerðar á Íslandi í dag. Hvað sem mönnum finnst um kerfið og þá sem starfa í því í dag, þá verða menn að gera sér grein fyrir því að það er verið að sópa út öllum núverandi áformum þeirra sem þar starfa í dag. Þessu fylgir gríðarleg áhætta fyrir sjávarútveginn, og menn verða þá að sætta sig við að gjaldeyrisöflun útvegsins lækki töluvert.

En ef mönnum finnst það svala réttlætisþörf sinni að skera djúpt sár í þessa helstu tekjulind íslenska ríkisins, þá get ég ekkert sagt við því. 

Geir Ágústsson, 5.6.2011 kl. 22:22

5 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þú ert ekki að skilja þetta Geir. Það er ekki verið að minnka það sem á að flytja út heldur auka. Bara með að afnema framsalið og veðsetningu kvótanna er búið að afnema handstýringu LÍÚ á úthlutun aflaheimilda.

Því miður á með þessu frumvarpi að framlengja einokun núverandi kvóthafa um 28 ár sem er fáránlegt eftir þann skaða sem nokkrir þeirra hafa valdið með kvóta -veðlánum. En þeirra afli mun sennilega ekkert minnka með úthlutun aflaheimilda í réttuhlutfalli við afrakstursgetu stofnanna.  

En það er satt að hleypa á fleirum að aukningunni og enginn er að fara í útgerð til að tapa á því. Með því að hleypa fleirum að munum við sjá fjármagn í sjávarútvegi færast nær fólkinu sem vinnur við útgerðina og uppbyggingu í sjávarbyggðum.

Allt Ragnars-rakalausa kjaftæði um að allt sé að fara hér á hausinn ef hróflað verði við fiskveiðistjórninni er áróður manna sem búnir eru að missa sig í græðgi og eiginhagsmuna gæslu.

Ólafur Örn Jónsson, 6.6.2011 kl. 05:11

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Það sem þú kallar afnám á "handstýringu LÍU á úthlutun aflaheimilda" (orðalag sem ég ætla mér ekki að taka undir) kalla ég "aukin ríkisvæðing sjávarútvegsins" og "flutningur á ábyrgð á fiskveiðum frá þeim sem gætu grætt á því eða tapað, og til skriffinna í Reykjavík sem tapa engu, sama hvað þeir ákveða".

Það er verið að gera grundvallarbreytingar á kerfinu í átt til aukinnar miðstýringar hins opinbera. Hagfræðin sér engan mun á slíkri þróun í íslenskum sjávarútvegi og zimbabwískum landbúnaði. 

Það er hægt að skreyta það mörgum fögrum orðum að nú sé ríkið að stækka og einkaframtakið að minnka, en menn verða að gera sér grein fyrir afleiðingunum, sem eru ekki verðmætasköpun í hag. 

Geir Ágústsson, 6.6.2011 kl. 08:37

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Í Noregi gengur allt upp, öfugt við á Íslandi, lestu þér betur til Geir!

Aðalsteinn Agnarsson, 6.6.2011 kl. 11:39

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Lesa hvað? Hverju mælir þú með?

Geir Ágústsson, 6.6.2011 kl. 12:26

9 identicon

Ég mæli með því að þú lesir álit þáverandi umboðsmanns Alþingins svo og hvernig kvótanum var úthlutað á sínum tíma. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 12:32

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér þætti mjög vænt um að vera mataður hérna. Ég er ekki að fara grafa upp niðurgrafin trúnaðarskjöl á bókasöfnum eða lesa í langar álitsgerðir sem virðast ekki hafa komist úr skúffunni.

Ég sýnist menn ekki geta fært rök fyrir því að aukin ríkisvæðing muni ekki skjóta verðmætasköpun sjávarútvegsins niður. Það er allt hitt (formsatriði, tæknigallar, persóna prófessora) skipta suma hér mun meira máli. 

Geir Ágústsson, 6.6.2011 kl. 13:07

11 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Það er verið að brjótast út úr Einokun Geir. Hvernig villt þú gera það?

Ég legg til að veiðum verði stjórnað með besta fiskveiðistjórntæki í heimi SÓKNARMARK Matthíasar Bjarnasonar sem reyndist mjög vel hér í 6 ár og skildi aftir sig í lélegu árferði mesta afla sem fengist hefur í kvótakerfinu.

En ef það er ekki fylgi fyrir því þá verður að fara aðrar leiðir óbreytt ástand Einokunnar og fjárdrátts getur þjóðin ekki horft uppá. Flestir eru sammála um það.

Ég næ ekki ríkisvæðing? Eru uppi áform um að ríkið sé að fara í útgerð eða vinnslu? Auðlindagjaldið er það ríkisvæðing?? Næ þessu ekki alveg hjá þér Geir?

Ólafur Örn Jónsson, 6.6.2011 kl. 13:51

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Eftirfarandi sagði félagi minn mér, en hann hefur lesið lagafrumvörp um fiskveiðistjórnun vel og rækilega, enda er verið að seilast mjög djúpt í vasa hans með fyrirhugaðri sviptingu á atvinnutækjum hans:

"Það er mjög nauðsynlegt að fólk áttar sig á því að í núverandi kerfi þá koma stjórnvöld ekki nálægt rekstri í sjávarútvegi.En með þeim breyttingum sem talað er um þessa daganna þá verður sjávarútvegsráðherra stærsti útgerðarmaður landsins með 20.000 tonn í körfu sinni til úthlutunar að eiginn geðþótta. Hins vegar þá er gott að að átta sig á því ef menn tala fyrir leigu þá verða stjórnvöld um leið ábyrg gagnvart þeim fyrirtækjum sem þau eru að leiga eða úthluta kvóta. Líkt og með leiganda og leigutaka. hvort sem fólki líkar það betur eða verr. ég hvet alla sem hafa áhuga að lesa frumvarp og breytingar á fiskveiðum á Íslandi sem eru í vinnslu í þinginu, en í því kemur orðið ráðherra 150 sinnum fyrir. og horfið er allfarið frá þeirri leið sem flest allar fiskveiðiþjóðir heims stefna að."

Geir Ágústsson, 6.6.2011 kl. 13:57

13 identicon

Geir:  Ég er með þetta heima í Berlín.  Ég skal athuga hvort ég geti skannað þetta inn og sent þér.  Ekki samt fyrr en seinna í júní.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 14:05

14 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Geir rekur ríkið þá allar mjólkur útsölur í Reykjavik af því ríkið afnam einokun mjólkursamsölunnar.

Allt sem er háð rekstarleyfum e ríkisrekið? Er þetta ekki full langt gengið.

Ólafur Örn Jónsson, 6.6.2011 kl. 14:35

15 Smámynd: Geir Ágústsson

Ólafur,

Kvótafrumvarpið jafnast á við að ríkið hirði margar af beljum íslenskra kúabænda og "leigi" þær svo út eftir pólitískri hentisemi sem engin leið er að byggja viðskiptaáætlanir á til lengri tíma litið (eða lengur en frá ári til árs).

Að tala um "afnám einokunar" í þessu samhengi er villandi. 

Geir Ágústsson, 6.6.2011 kl. 16:08

16 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Það er Einokun ef fáum útvöldum er færður til eignar þjóðareign. Það er sama og einum útvöldum var fenginn í hendur sala á mjólk í Reykjavík.

Leigi út eftir pólitískri hentisemi? Pólítísk hentisemi er betri en einokun en um leið skulum við vona að handstýring verði ekki svona mikil í endanlega frumvarpinu. Ég trúi að teygja eigi þetta og toga vel. 

Stjórnun fiskveiða er staðreynd og einhver verður að úthluta réttlátlega fyrir alla landsmenn. SÓKNARMAKR myndi leysa þessa úthlutun réttast og skila bestum afrakstri úr djúpinu. 

Að byggja viðskipta áætlanir!!! Þarna kemur þú að hlut sem búinn er að þvæla mikið inní veiðarnar. Ykkur er meira í mun að fiska alltaf mjög lítið og geta treyst því að fá aldrei meira heldur en að taka þátt í sveiflum náttúrunnar og fiska stundum rosa mikið og síðan stundum minna og síðan aftur mikið. 

Við erum búin síðan 1993 að fiska bara lítið og helst bara minna. Núna til dæmis ber öllum saman um að hægt sé að veiða miklu meira en úthlutað var. Markaðir í hámarki á bæði þorsk og Karfa og eins ufsa sem ætti alls ekki að vera í kvóta. 5 svona skeið hafa komið í þorskveiðina síðan 1993 en aldrei verið fiskað meðal annars útaf þessari viðskiptaáætlun sem Háskólamenn vilja sjá í veiðinni. Málið er bara að þorksurinn les ekki viðskipta áætlanir af því hann hefur aldrei farið í H.Í. 

Í staðinn fyrir að aðlaga viðskiptaáætlanir HÍ að náttúrunni berja menn hausnum í steininn og sóa fiskinum sem syndir hjá og hverfur svo á djúpið og sést ekki aftur við Ísland. 

Annars sýnist mér fjárdrátturinn út á kvótaveðin séu þessu félögum þinum meiri áhyggjuefni en viðskiptaáætlandir fram í tímann. 

Ólafur Örn Jónsson, 6.6.2011 kl. 16:31

17 Smámynd: Geir Ágústsson

Þegar menn tala um að hið opinbera eigi að "úthluta", þá skulu sömu menn ekki láta sögu pólitískrar úthlutunar koma sér á óvart. Þú "vonar" það besta en átt að búast við því versta. Fullar biðstofur ráðherra og stanslaus rifrildi um leyfi til að veiða verða daglegt brauð.  Samstilling á veiðigetu flotans og því sem flotinn má veiða fer út um þúfur. Hagfræðin er nokkuð einföld í þessu öllu, en mér sýnist sumir hafa önnur markmið en að skapa útvegi á Íslandi stöðug rekstrarskilyrði þar sem takmörkuðum gæðum er komið í hámarksverð. Þá það.

Geir Ágústsson, 6.6.2011 kl. 16:56

18 identicon

Geir:  Kvótanum var síðast úthlutað á pólitískan hátt en ekki á faglegan hátt. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 17:24

19 Smámynd: Geir Ágústsson

"Verði veiðar takmarkaðar skv. 3. gr. á tegundum sjávardýra sem samfelld veiðireynsla er á, en ekki hafa áður verið bundnar ákvæðum um leyfðan heildarafla, skal aflahlutdeild úthlutað á grundvelli aflareynslu síðustu þriggja veiðitímabila."

http://www.althingi.is/lagas/139a/2006116.html#G9

Lögbrot skal tilkynna til lögreglu.

Geir Ágústsson, 6.6.2011 kl. 19:10

20 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Það er ekki hægt að mata Geir á neinu, því Ragnar Árna lét hann kokgleipa!

Aðalsteinn Agnarsson, 6.6.2011 kl. 19:16

21 Smámynd: Geir Ágústsson

Aðalsteinn,

Ég bað einfaldlega um frekari texta á bak við órökstuddar fullyrðingar eða tilvísanir í skjöl sem þarf rannsóknarlögreglumann til að finna. 

Er það til of mikils mælst? Ef já, hvers vegna?

Það þarf engan háskólaprófessor til að lýsa augljósum hagfræðilegum afleiðingum þess að flytja yfirráð á einhverju (t.d. landi eða veiðiheimildum) frá þeim sem hafa og nýta (og í langflestum tilvikum keyptu) og yfir til þeirra sem heimta og vilja (en hafa ekki í hyggju að láta krónu af eigin fé af hendi).  Ef hagfræðin er of þurr lesning, þá er hægt að vísa í fjölmargar dæmisögur.

Geir Ágústsson, 6.6.2011 kl. 21:33

22 Smámynd: Haraldur Hansson

Best væri að setja kvótakerfið í þjóðaratkvæði strax (eins og Jóhanna heimtar í hvert sinn sem hún tapar þjóðaratkvæði um Icesave). Þá gæti spurningin á atkvæðaseðlinum verið þessi:

"Ert þú fylgjandi því að leggja kvótakerfið niður, svo hægt sé í staðinn að taka upp annað og enn verra kvótakerfi?"

Svarmöguleikarnir væru Já og Nei.

Nýtt kerfi með pólitískri handstýringu og 74 heimildum til handa ráðherra til að úthluta heimildum að eigin (pólitískum) geðþótta er dæmt til að vera miklu verra en það kerfi sem nú gildir. Og er það þó nokkuð gallað. 

Haraldur Hansson, 7.6.2011 kl. 00:56

23 Smámynd: Geir Ágústsson

Haraldur,

Spennandi þjóðaratkvæðagreiðsla það. Hvað svo? Kjósa um það hvort bændur megi áfram vera á býlum sínum? Kjósa um það hvort leigusamningar á húsnæðismarkaði eigi að vera til meira en eins árs í senn eða til lengri tíma skv. núgildandi samningum?

"A government which robs Peter to pay Paul can always depend on the support of Paul."
  --  George Bernard Shaw

Menn virðast vera ansi óhræddir við að taka kerfi samninga sem eru í gildi og menn hafa byggt mikið á í von um að fá að gera það áfram, og skjóta niður í nafni endurdreifingar og sósíalískrar græðgi á eignum og velgengni annarra.

En er sammála því að þótt það séu margir gallar á núverandi kerfi (t.d. að það sé ríkið en ekki útgerðin sjálf sem ákveði hversu mikið er veitt), þá á að reyna koma á miklu, miklu, miklu verra kerfi. 

Geir Ágústsson, 7.6.2011 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband