Íslenskt 'skúffu'fyrirtæki?

Bandaríska orkufyrirtækið Nevada Geothermal Power hefur gert samning við Reykjavík Energy Invest (REI), dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, um kaup á jarðhitasvæðum í Suður-Kalíforníu.

 

Ósköp venjuleg frétt úr viðskiptalífinu? Kannski. Dótturfyrirtæki íslensks fyrirtækis á jarðhitasvæði í Bandaríkjunum. Það á nú að kaupa. Viðskipti eins og hver önnur. Heitavatnsbóla neðanjarðar skiptir um eigendur. 

Ætli Björk Guðmundsdóttir og tindátar hennar fagni þessum eigendaskiptum? Íslenskt "skúffu"fyrirtæki ætlaði sér að mergsjúga bandaríska jörð, selja náttúruauðlind fyrir nokkra dollara, hlunnfara bandarískan almenning, sniðganga bandarísk lög og svipta næstu kynslóðir Bandaríkjamanna möguleikanum á að kynda hús sín. Nú hefur því mikla óréttlæti sem eignarhald hins íslenska "skúffu"fyrirtækis er verið snúið við. Björk fagnar. Hún berst fyrir svipuðum sigri réttlætisins á Íslandi, þar sem heitavatnsbólur eru enn í eigu kanadísks "skúffu"fyrirtækis sem ætlar sér a.m.k. öll illskuverk hins íslenska skúffufyrirtækis í Bandaríkjunum.

Íslensk fyrirtæki eiga ennþá heitavatnsbólur í fjölda ríkja. Þau eiga líka veiðiheimildir út um allan heim. Enginn kvartar yfir því. Enginn á Íslandi talar um hörmungar þess að Íslendingar eigi hlutdeild í auðlindum í öðrum löndum. En um leið og erlendur fjárfestir vogar sér að fjárfesta í öðru en lopapeysum á Íslandi þá er eins og himinn og jörð ætli að farast. 

Hví það?


mbl.is Kaupir jarðhitasvæði af REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef einhvern vegin grunn um það að þetta hafi tengst sölunni á Hs orku, og Glitni með einhverjum hætti. Allt upp á yfirborðið strax og líka hvort Íslandsbankamenn sitji í stjórnum þessara félaga og hver eru laun o.s.f.

valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband