Steingrímur J. er tvíhöfði

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, (SJS nýr) er mjög ósammála Steingrími J. Sigfússyni, fyrrverandi þingmanni stjórnarandstöðunnar, (SJS gamall) í mörgum málum.

Listinn af deiluefnum þessara tveggja persónuleika lengist nánast viku frá viku.

Þeir eru ekki sammála um áhrif skattheimtu á verðmætasköpun atvinnulífsins og skattheimtu ríkisins.

Þeir eru ekki sammála um það hvenær má og á að blása til þjóðaratkvæðagreiðslu um eitthvað mál, og mjög ósammála um það hvaða mál "henti" til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þeir eru á öndverðum meiði í afstöðu sinni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Annar þeirra gerir allt sem gera þarf til að fá lán frá þessum sjóði og fegrar mjög samstarf ríkissjóðs og AGS í fjölmiðlum.  Hinn varar mjög við samstarfi við AGS og segir slíkt vera stórhættulegt og til þess gert að blanda saman ólíkum erfiðleikum og gera að einum stórum.

Þeir eru mjög ósammála um hagstjórn. Annar þeirra er stuðningsmaður þess að hækka skatta í "góðæri" og lækka þá þegar illa árar. Hinn vill hækka skatta í sífellu og er óþreytandi við að finna upp nýja skatta, sama hvernig árar.

Í Icesave-málinu eru þessir menn mjög ósammála. Annar þeirra, SJS gamli, vill standa fastur á málstað Íslands og óhikað neita ólögmætum kröfum erlendra ríkisstjórna. Hinn vill borga, því meira því betra, því fyrr því betra.

Sá segir vel á minnst að Icesave-undanlátssemi muni leiða til bætts aðgengis að erlendu lánsfé til fjárfestinga á Íslandi og vísar þar, meðal annars, til þess að Landsvirkjun er á höttunum eftir slíku fé til að geta reist virkjun. SJS nýr og gamall eru þar með komnir á andstæðan pól í afstöðu sinni til fjölgun virkjana á Íslandi. 

Stundum verða þessir tveir menn ósammála því hvort þeir hafi lagt hendur á aðra eða ekki

Listinn er eflaust lengri og mætti prýða með fleiri tilvísunum, en eitt er ljóst: SJS nýr og SJS gamall eru svo sannarlega ósammála um margt og mikið!


mbl.is Samúð erlendra fjölmiðla ekki nóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt eiga "sá gamli" og "sá nýji" sameginlegt. Það er að vera hálfgeiðveik gamalmenni sem best væru geymd inná Kleppi með bað einu sinni í viku.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 19:39

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Óskar.

Sigurður Haraldsson, 25.2.2011 kl. 20:21

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vinsamlegast reynið að spara stóru gífuryrðin sem setja mig, sem ábyrgðarmann þessarar bloggsíðu, í skotlínu lögfræðinga.

Geir Ágústsson, 25.2.2011 kl. 22:23

4 identicon

Sæll

Þetta ómerkilega skrímsli er orðið mosagrófið þarna inni,burt með þetta drasl og Jógu mosagróna ellismell með

Helga (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 00:11

5 identicon

Sæll.

Þetta var mjög góð færsla hjá þér!!

Helgi (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband