Samþykki Icesave er gjaldþrot ríkissjóðs

Ef Icesave verður samþykkt þá eru enn minni líkur á því að Íslendingum takist að greiða úr þeim skuldum sem þeir eru í. Það verður að draga úr vaxtakostnaði hins opinbera af þeirri einföldu ástæðu að hann er að sliga ríkissjóð. Eitt skref í því er ekki að samþykkja kröfu sem lagalegur vafi er um að okkur beri að borga „bara til að koma því máli frá og svo vonandi sé hægt að fá erlent fjármagn til atvinnuppbyggingar.“

Ef ríkissjóður endar í gjaldþroti þá fer allt á annan endann; það eru engin efnahagsvandræði jafn alvarleg og gjaldþrot ríkissjóðs viðkomandi lands! (Ólafur Margeirsson á pressan.is)

Einnig:

Nú er það hins vegar svo að brúttó erlendar skuldir* Íslendinga (summa erlendra skulda hins opinbera, heimila og fyrirtækja) eru þegar um 130% af landsframleiðslu – að þrotabúum bankanna og beinni erlendri fjárfestingu slepptum. Ef Icesave er samþykkt hækkar það hlutfall í ca. 160-170%. Það er mjög ósennilega sjálfbært og í tilviki þeirra landa sem hafa lent í greiðsluþroti á erlendum skuldum var þetta hlutfall í kringum 70% að meðaltali þegar slíkt átti sér stað. (Ólafur Margeirsson á pressan.is)

En mun samþykki Icesave ekki opna flóðgáttir erlends fjármangs sem mun þá streyma til atvinnuuppbyggingar og fjárfestinga á Íslandi? Kannski. Kannski ekki. En hvaða gagn er af slíku þegar ríkissjóðir er kominn í þrot? Þá tekur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í raun við efnahagsstjórn Íslands og sá sjóður fær sínar afborganir sama hvað það kostar. 


mbl.is Icesave-málið ekki það stórt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

For Christs sake do not " samþykkja" icesave.......We Brits will get much more money if it goes to court......Happy days for us......

Fair play (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 00:51

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Geir,

Ég skora á þig að lesa frumvarpið og samninginn á althingi.is (http://www.althingi.is/altext/139/s/0546.html - ekki skjótlesið því þetta eru um 130 blaðsíður;)  Ef ég les þetta rétt þá er algjört hámark sem ríkið skuldbindur sig til að ábyrgjast 46 milljarðar.  Að þetta auki hlutfall skulda um 30-40% er gersamlega út í hött!  Meðal verg þjóðarframleiðsla hefur verið um 600 milljarðar eða svo að meðaltali undanfarin 20 ár.  Icesave III er því eitthvað ca 7,7% af því.  Skuldir myndu því aðeins aukast sem því hlutfalli af þjóðarframleiðslu nemur, eða innan við fjórðung af því sem höfundur heldur fram. 

Fólk þarf að kynna sér raunverulegt efni þessara samninga og gera upp hug sinn byggt á raunverulegum tölum en ekki einhverjum ímynduðum tölum sem hafa ekkert með raunveruleikan að gera:)

Persónulega er ég á móti því að ríkið taki á sig skuldbindingar vegna glæpastarfsemi, en þessi nýji samningur er margfalt betri en undanfarandi Icesave samningar, svo ég velti fyrir mér hvort það sé nokkur leið að ná betra samkomulagi.  Það er ólíklegt að dómstólaleiðin skili öðru en tuga milljarða kostnaði við málarekstur sem mun taka nokkur ár.  Ef málið tapaðist gæti ríkið setið uppi með hundruð milljarða í skaðabætur og vexti. 

Pæla í þessu gott fólk:)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 24.2.2011 kl. 01:04

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ohhhh... er þessi álfur kominn aftur á kreik?

Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2011 kl. 04:14

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Arnór,

Nú veit ég ekki hvað frumvarpið segir, en fjárlaganefnd lét nú reikna út hugsanlegar stærðir gíróseðlanna frá Bretlandi og Hollandi og þú getur kynnt þér niðurstöður hér

2% veiking krónunnar og 10% rýrnun á þrotabúi Landsbankans m.v. núverandi mat: 233 milljarða reikningur á herðar íslenskra skattgreiðenda.

Geir Ágústsson, 24.2.2011 kl. 08:30

5 identicon

Ég var að glugga í þetta í gær, þ.e.a.s. samninginn.

Allt kemur þetta upp á eitt stórt "EF, HEFÐI, KANNSKI og EFTILVILL, þ.e.a.s. að hinni stóru spurningu "hvað á Landsbankinn í eignasafninu"?

Þar til að óháðir aðilar (annað en ríki og/eða skilanefnd/gamli bankinn) hafa tekið búið út er í raun verið að ríkisábyrgjast óútfylltan tékka uppá allt að 280 milljarða.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 08:43

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Þá spurðu stjórnendur þáttarins hvort Bretum og Hollendingum hefði ekki verið boðið að hirða eignasafnið og fá eingreiðslu upp á 47 þúsund milljónir króna frá Íslendingum.

Jú þeim var boðið það, svaraði Tryggvi. En þeir höfnuðu því vegna þess að þeir kærðu sig ekki um áhættuna sem í því felst! (andriki.is)

Bretar og Hollendingar eru greinilega betri í áhættumati en íslenskar samninganefndir.

Geir Ágústsson, 24.2.2011 kl. 09:19

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þú segir skuldir ÞJÓÐARBÚSINS VERA XXXX  og telur margt upp - skuldir þjóðarbúsins ERU EKKI SKULDIR RÍKISINS.

Hreina skuldastaðan hefur aldrei verið betri Hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins hefur ekki verið jafn hagfelld frá fyrstu mælingum Seðlabankans sem ná aftur  til ársins 1989. Staðan í lok þriðja ársfjórðungs var „einungis“  neikvæð um 24% VLF ef búið er að taka út áhrif föllnu bankanna (sjá mynd). Hrein erlend skuldastaða er mikilvæg stærð þar sem hún gefur okkur ágætis vísbendingu um hvort þjóðin geti staðið undir erlendum skuldbindingum sínum eða ekki.  

Hagstæður vöruskiptajöfnuður ( þar sem fólk getur ekkert keypt )   er m.a. ástæðan. Þannig má segja að trassaskapur stjórnarinnar   í atvinnumálum - eða andstaða hennar við endurreisnina hafi  jákvæð áhrif að þessu leiti.

Skuldir þjóðarbúsins stafa m.a. af 775 milljarða skuldum Actavis sem eru bara þeirra skuldir og koma ríkinu ekkert við. Þesi upphæð mun vera  um helmingur af ERLENDUM SKULDUM  ÞJÓÐARBÚSINS. Skuldir orkufyrirtækjanna -  sem mig minir að séu 528 milljarðar - eru bara þeirra skuldir. Í eðlilegum farvegi.

Framsetning þín er því röng og rangt að láta líta svo út að skuldir - ´viðkomandi ríku - séu skuldir ríksissjóðs. Það var búið að hreinsa upp gífurlegar erlendar - gamlar - skuldir ríkissjóðs frá því fyrir Davíðstímabilið -

Ef Actavis flytti höfuðstöðvar sínar til Þýskalands og skuldir sínar þá eðlilega með - færðu út eitthvað annað en 130% ekki satt? Dragðu svo skuldir orkufyrirtækjanna frá og skoðaðu svo útkomuna. Gerðu svo það sem þú hefðir átt að gera í upphafi - TAKTU ERLENDAR SKULDIR RÍKISINS OG BIRTU ÞÁ TÖLU

Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.2.2011 kl. 09:40

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

setningin - viðkomandi ríku átti að vera ÓVIÐKOMANDI RÍKINU

Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.2.2011 kl. 09:41

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Ólafur,

Er sammála því að það er varhugavert að blanda saman skuldum ekki-ríkis og ríkis og steypa saman í eina stóra skuldatölu. Þetta er reikningskúnst sem var mikið notuð af stjórnarandstöðunni á sínum tíma en eftir að sú andstaða varð að stjórn hefur slíkt dottið úr tísku.

En svo við höldum okkur við ríkissjóð og bara hann:

Ríkissjóður Argentínu lenti í greiðsluþroti árið 2002 – eitt af 42 greiðsluþrotum ríkissjóða á árunum 1980 til 2005 (þeim fjölgaði enn eftir 2005). Árið 2001 voru vaxtagjöld ríkissjóðs Argentínu jöfn 5% af landsframleiðslu og 20% af öllum tekjum ríkissjóðs. Samt voru brúttó skuldir argentínska ríkisins ekki nema 54% af landsframleiðslu.
Hinn íslenski ríkissjóður skuldar hins vegar nú þegar andvirði 90% af landsframleiðslu og ef Icesave verður samþykkt hækkar það hlutfall í 130%. Vaxtagjöld ríkissjóðs eru nú þegar sem samsvarar 7% af landsframleiðslu eða, sem fyrr segir, 22% af heildartekjum ríkissjóðs. Þetta eru tölur án Icesave. (Ólafur Margeirsson á pressan.is)

Rekstur ríkissjóðs stefnir í gjaldþrot. 

Þótt það sé varhugavert að tala um "skuldir þjóðarbúsins" í heild sinni þá er líka varhugavert að draga frá allskyns "skuldir orkufyrirtækja" og annað sem ríkissjóður er með í ábyrgð (í skjóli eignarhalds á þessum fyrirtækjum). 

Geir Ágústsson, 24.2.2011 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband