Að semja til sigurs, eða semja af sér?

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í atkvæðagreiðslu um Icesave-frumvarpið, að samningaleiðin hefði verið reynd til þrautar í þessu máli. Það væri siðaðra manna háttur að leysa deilumál, ef það er hægt, með samkomulagi.

Þessi orð mælti fjármálaráðherra þegar hann rökstuddi á Alþingi hvers vegna Íslendingar eigi að samþykkja að kokgleypa öllum kröfum Breta og Hollendinga og gera íslenska skattgreiðendur ábyrga fyrir einhverju sem á ekki að koma þeim við.

Það er ávinningur hverri þjóð að leysa deilumál við aðra þjóð með samkomulagi ...

Þessi orð mælti Geir Hallgrímsson heitinn, forsætisráðherra Íslands þegar Íslendingum tókst að fá Breta til að samþykkja full yfirráð Íslands yfir 200 mílna hafsvæðinu umhverfis landið (sjá hér).

Í fyrra tilvikinu mælir ráðherra fyrir "samningi" þar sem í raun er búið að semja af sér.

Í síðara tilvikinu tókst Íslendingum að bola óréttlætinu af sér með samningum. Það var ekki auðvelt né fórnarlaust (sjá hér), en það tókst.

Sitt er hvað, að semja til sigurs, og semja af sér. 


mbl.is Menn verða stórir með samningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er rangt að menn verði stórir með samningum.  Það fer eftir því hvernig samningurinn er og hversu mikið menn fá framgengt af réttlæti í honum.  Við samning þar sem allt er upp á aðra höndina verða menn agnarsmáir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2011 kl. 11:17

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hjartanlega sammála.

Steingrímur J. vill hérna skrifa undir stærsta myntkörfulán Íslands síðan eftir hrun (og raunar veit ég ekki um stærra myntkörfulán í Íslandssögunni). Veit Steingrímur J. ekki hvernig myntkörfulán fóru með fjárhag margra Íslendinga?

Geir Ágústsson, 22.2.2011 kl. 08:49

3 identicon

Ég skil ekki alveg hvernig frjálslyndir menn skuli vera hlynntur því að íslenskur banki geti farið til annara landa í skjóli EES og náð í innistæður erlendra einstaklinga og svo neitað að veita þeim sama rétt og annara innistæðueigenda íslenskra banka.

Íslenska ríkið var orðið svo samofið fyrirtækjum að manni verður eiginlega óglatt.

Aðilar með lögheimili á Íslandi fengu sínar innistæður að fullu tryggðar. Af hverju eiga aðilar með lögheimili erlendis ekki að fá sínar innistæður tryggðar samkvæmt íslenskum lögum?

Það er mjög mikilvægt að ríkisstjórnir og Alþingi framtíðarinnar skilji hvað er um að vera í kringum það.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 08:55

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Steingrímur hefur ekki hugmynd um hvernig almenningur hefur það.  Hann og Jóhanna sitja í fílabeinsturni og eru langt frá öllum raumveruleika.

Stefán þegar það eru áhöld um hvort yfirleitt okkur mér og þér ber að greiða þessa skuld þá vil ég ekki borga hana.  Ég skrifaði ekki undir neitt, fékk ekki greitt tapað fé, en ég og mín fjölskylda töpuðum aftur á móti miklum peningum á hruninu.  Enginn hefur verið gerður ábyrgur fyrir því tapi, og ekki get ég skuldbundið almenning til að standa undir því.... eller hur?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2011 kl. 09:02

5 identicon

Ásthildur: Þú fékkst þínar innistæður tryggðar. Af hverju fengu ekki allir sínar innistæður tryggðar? Best hefði verið að enginn hefði fengið sínar innistæður tryggðar. Þá höfðu allir tapað og allir jafn óhamingjusamir.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 09:06

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Stefán,

Þú verður að spyrja íbúa Mön að þessu. Þeir báðu bresk stjórnvöld um að tryggja innistæður sínar í breskum bönkum á eyjunni en fengu fokk-jú merkið sem svar.

Annars vil ég gera orð annars að mínum hér:

Hvað gæti gerzt í dómsmáli? Að við yrðum dæmd til þess að greiða 100% innistæðutryggingar vegna Icesave? Það er ekki í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutrygggingar. Þar er aðeins kveðið á um lágmarkstryggingu. Það var alg...erlega einhliða ákvörðun brezkra og hollenzkra stjórnvalda að greiða þeim sem áttu innistæður á Icesave 100% til þess að vernda stöðugleika eigin hagkerfa og koma í veg fyrir hugsanleg áhlaup á banka. Við yrðum þá aldrei dæmd til annars en að greiða lágmarkstrygginguna sem fyrirliggjandi samningar gera hvort sem er ráð fyrir.

Þetta er auðvitað að því gefnu að dæmt yrði að neyðarlögin hafi gengið gegn EES-samningnum og að við höfum með þeim mismunað innistæðueigendum á grundvelli þjóðernis. Það væri því að mínu mati líklegra að 100% innistæðutryggingin í íslenzkum bönkum yrði dæmd ólögmæt en að okkur yrði gert að greiða 100% innistæðutryggingu fyrir innistæður á Icesave. Nokkuð sem vafalaust hefði líka ákveðnar neikvæðar afleiðingar fyrir okkur.

En það verður að hafa í huga að þetta getur hæglega gerzt jafnvel þó við samþykktum samningana enda hefur forseti ESA lýst því yfir í fjölmiðlum að stofnunin kunni að höfða mál gegn Íslandi engu að síðu ef samningarnir taka ekki á þeim atriðum sem hún telur aðfinnsluverða s.s. verðandi hugsanlega mismunun á grundvelli þjóðernis. Samkvæmt því er samþykkt samninganna engin trygging fyrir því að ekki verði höfðað mál gegn okkur ef menn telja að það sé eitthvað sem beri að forðast.

Geir Ágústsson, 22.2.2011 kl. 09:10

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Sem sagt:

Íslendingar fengu sínar innistæður greiddar með íslensku skattfé.

Breskir og hollenskir sparifjáreigendur fengu sínar innistæður greiddar með bresku og hollensku skattfé (sem að einhverju leyti fékkst með skattlagningu á fjármagnstekjum á Icesave-reikningum).

Báðir sekir um ólöglegan ríkisstuðning við bankakerfið, eða hvorugir?

Báðir sekir um pólitíska fljótfærni, eða hvorugur?

Geir Ágústsson, 22.2.2011 kl. 09:13

8 identicon

Geir: Þú veist auðvitað að um Mön gilda aðrar reglur. Er Mön í ESB eða EES? Ekki rugla;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 09:13

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Skv. reglum ESB um innistæðutryggingar þá er ekki ríkisábyrgð á tómum tryggingasjóði innistæða.

Geir Ágústsson, 22.2.2011 kl. 09:16

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stefán ég var ekki að tala um sparifé, heldur hlutabréf og slíkt.  var bara að tala almennt um að margir Íslendingar hafa tapað stórt á hruninu og það er ekkert rætt um það.  Fólk talar bara um breskan og hollenskan almenning.  Það hefur komið í ljós að þessir Icesave reikningar voru í raun áhættureikningar með hærri vöxtum en aðrir reikningar.  svo það má segja að ákveðin græðgi hafi leitt fólk og félög til að leggja fé sitt inn í þá svikamyllu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2011 kl. 09:16

11 identicon

Geir: Einmitt, þess vegna áttu Íslendingar ekki að fá sínar innistæður tryggðar. Það átti ekki að tryggja neinar innistæður. En það var gert, en það var valið á milli einstaklinga hverjir fengju greitt og hverjir ekki.

Ásthildur: Innistæður og skuldabréf eru ekki það sama. Ég tapaði helling á hruninu. En það hefur ekkert að gera með að allir eða engin innistæðueigandi á að fá sína reikninga ríkistryggða.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 09:20

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Breskir og hollenskir skattgreiðendur eiga góðan talsmann í Stefáni Júlíussyni.

Bretar "hefðu ekki átt að" beita hryðjuverkalögunum á íslensk fyrirtæki. En þeir gerðu það, og sumir vilja meina að það hafi knésett íslenska bankakerfið (ef það var það ekki fyrir).

Íslendingar gengu sennilega á svig við ESB-lög þegar þeir settu neyðarlögin til að forða íslenska bankakerfinu frá áhlaupi. Bretar gengu sennilega á svig við alþjóðalög þegar þeir greiddu innistæðueigendum Icesave úr vasa breskra skattgreiðenda.

Á að bæta lögbroti ofan á lögbrot með því að ríkisábyrgja umfram ESB-lög um innistæðutryggingar?

Af hverju?

Geir Ágústsson, 22.2.2011 kl. 10:05

13 identicon

Vegna jafnræðisreglu EES og ESB.

Ég er kanski búinn að búa of lengi erlendis og sé þetta frá allt öðru sjónarhorni en margir Íslendingar.

Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið, Alþingi og ríkisstjórnin vissu ekki hvað þau voru að gera þegar þau leyfði Landsbankanun og Kaupþingi að opna útibú íslenskra banka í öðrum löndum.

Við erum að súpa seiðið af því í dag.

Þetta hefur ekkert með vinstri eða hægri að gera eða hvort Íslendingar eru svo fáir og við skuldum mikið.

Þetta hefur eitthvað sem samninga að gera.

Ég segi því miður. Ísland var komið í mikið rugl árið 2006 en enginn tók eftir því. Þorgerður Katrín sagði að erlendir aðilar ættu að koma til Íslands í endurmenntun.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 10:11

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvaða jafnræði var í því að svipta íslenska banka í Bretlandi aðgangi að neyðarlánum í Bretlandi?

Skiptir engu máli hvað Bretar sýna mikið ójafnræði - íslenskir skattgreiðendur skuli fá að greiða fyrir "heiðarleika", hvort sem lög og reglur segja fyrir um það eða ekki? Í "anda" laganna, en ekki samkvæmt bókstaf laganna.

Ef íslenska ríkið er dæmt til að ábyrgjast innistæður, þá hrynur öll spilaborgin á bak við innistæðu"tryggingar" í ESB. Þess vegna hafa Bretar og Hollendingar ekki kært Íslendinga, og munu ekki gera.

Geir Ágústsson, 22.2.2011 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband