Hugmynd: Hittast á kaffihúsi

Ég er með hugmynd sem leysir öll ágreiningsmál varðandi stjórnlagaþingið. Hún er sú að þessir 25 einstaklingar sem voru kosnir til stjórnlagaþings hittist reglulega, t.d. á kaffihúsi, og komi sér saman um breytingar á stjórnarskránni. Tillögur hópsins verði skrifaðar niður og færðar forsætisráðherra (eða einhverjum þingmanni). Forsætisráðherra getur svo lagt þær fram á Alþingi og Alþingi síðan tekið afstöðu til þeirra, eins og stjórnarskráin mælir fyrir um.

Það skiptir nefnilega engu máli hvað hver segir um stjórnarskránna - henni verður ekki breytt nema á Alþingi skv. eftirfarandi forskrift:

79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi] ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.

 

Ef einhverjum þingmanni þykir áríðandi að skoðanir ákveðins 25 manna hóps njóti áheyrnar umfram aðra, þá á viðkomandi þingmaður bara að biðja þessa 25 einstaklinga um að setjast niður og koma sér saman um breytingatillögur. Menn geta svo kallað það "stjórnlagaþing" eða "kaffihúsahitting" eða hvað menn vilja. Skattgreiðendur spara stórfé og allir sem vilja "virða" stjórnlagaþingið geta þá gert það í eigin frítíma. 


mbl.is Formlega farið fram á endurupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góð hugmynd.

Ragnhildur Kolka, 8.2.2011 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband