Lánsfé á eyðslubálið

Ríkisstjórnin hefur svo sannarlega verið iðin síðan hún tók við. Hún dustaði rykið af minnispunktum Ólafs Ragnars Grímssonar, "Skattmanns", úr fjármálaráðherratíð hans og fylgdi nákvæmlega eftir.

Ríkisstjórnin hefur forðast það eins og heitan eldinn að taka erfiðar ákvarðanir. Þegar bankakerfið hrundi á Íslandi, og krónan með, þá myndaðist risastórt gat á rekstri ríkisins. Í stað þess að færa útgjöld að tekjum, eins og venjuleg heimili gera þegar kreppir að, þá var kreditkortunum fjölgað og skattavöndurinn dreginn fram og hann látinn dynja á óvörðum skattgreiðendum. Þessi aðferð, "Hækkun skatta og skuldir", hefur stundum gefist vel til skemmri tíma, en hún eyðileggur allar langtímavonir hagkerfisins og þeirra sem knýja það áfram með svita síns erfiðis. 

Ríkisstjórnin er með einfalda dagskrá:

  • Koma Íslandi langleiðina inn í ESB áður en kjörtímabilinu lýkur
  • Ýta sem flestum gjalddögum risavaxinna gjaldeyrislána inn í næsta kjörtímabil, þar sem önnur ríkisstjórn þarf að takast á við þá
  • Koma sem flestum vinstrimönnum á ríkisspenann
  • Flýja frá öllum erfiðum ákvörðunum með lántökum

mbl.is Góð þátttaka í ríkisbréfaútboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband