Steingrímur J. Sigfússon: Tvíhöfði

Stenst ekki að stela eftirfarandi texta héðan:

Ef allt væri með felldu myndi fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon segja við Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri grænna: Skilurðu núna samhengið á milli skatta og efnahagslegra athafna. Því lægri skattar því meiri umsvif, því hærri skattar því minni umsvif.

Steingrímur J. tekst einhvern veginn svo oft að tala þannig að hann virðist í augnablik skilja samhengi hlutanna, en afhjúpar svo skilningsleysi sitt með hegðun sinni og ákvörðunum.

Fjármálaráðherrann SJS reynir að láta ríkisreksturinn ganga upp. Hann gafst upp og ákvað að taka risastór lán í stað þess að færa útgjöld niður að tekjum. Gjalddagar falla á næstu ríkisstjórn.

Vinstri-græni formaðurinn SJS reynir að framfylgja pólitísku markmiði sínu um að þenja ríkisvaldið út sem víðast og skipta sér sem mest af atvinnulífi og hegðun einstaklinga.

Þessir tveir menn tala lítið sem ekkert saman. Annað höfuð Tvíhöfða skilur ekki hitt. 

 


mbl.is Skattalækkun eykur umsvif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

loksins, loksins, loksins, sá steingrímur skattaskelfir ljósið. En mikið agalega tók þetta langan tíma fyrir hann að sjá samhengið í hlutunum.

þórarinn axel jónsson (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 15:43

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ef hann væri raunverulega búinn að "sjá ljósið" þá mundi hann nú þegar berjast fyrir því að "Allir vinna!" átakið yrði gert að almennum skattalækkunum.

Hann sér hins vegar nokkuð annað. Hann sér að sértæk aðgerð sem krefst mikillar opinberrar vinnu og mikillar skriffinnsku er að "borga sig". Völd hins opinbera af atvinnulífinu eru að aukast og "borga sig". Steingrímur sér Sovét-Ísland nálgast aðeins meira. 

Geir Ágústsson, 5.1.2011 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband