Rétt hjá Ragnari og loksins segir einhver hið augljósa

Nánast allar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar hafa verið rangar. Það er nánast óumdeilanlegt. En um leið er það skiljanlegt, því ríkisstjórnin vinnur ekki að því tæknilega markmiði að endurreisa hagkerfi Ísland, heldur að því pólitíska markmiði að breiða ríkisfaðminn út sem víðast.

Ríkisstjórnin veit að hún fer frá við næstu kosningar. Gjaldeyrishöft og vaxandi skuldir ríkissjóðs framlengja kreppuna og koma fleirum á opinbera framfærslu. Fólk á opinberri framfærslu er gjarnan duglegt að kjósa vinstriflokka. Ríkisstjórnin er að framlengja kreppuna til að búa til traustan kjósendahóp fyrir sjálfa sig í þarnæstu kosningum (með þá von í brjósti að næsta ríkisstjórn ráði ekki við að taka til eftir núverandi ríkisstjórn).

Um hagstjórnarmistökum verður nánast ekki deilt. Það vita allir að hækkandi skattar og flóknara skattkerfi dregur úr skattheimtu. Það vita allir að fleiri skattar og hærri senda fjármagn í felur og vinnuna út á svarta markaðinn. Hver einasti Íslendingur sem rekur heimili, þar á meðal þeir sem manna stjórnarmeirihlutann á Alþingi í dag, veit að til að byggja upp fjárhaginn þarf að draga saman útgjöld og greiða niður skuldir. Samt er þetta ekki gert hjá ríkissjóði.

Hagfræðiprófessorar geta alveg hvílt sig frá umræðu um hagstjórn ríkisstjórnarinnar. Sú hagstjórn er í molum því hún er einfaldlega ekki mikilvæg fyrir ríkisstjórnina miðað við pólítískt markmið hennar, að búa til kjósendahóp á opinberri framfærslu.


mbl.is Segir ákvarðanir ríkisstjórnarinnar rangar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband