Sparnaðartillaga: Leggja niður 'Jöfnunarsjóð sveitarfélaga'

Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum á grundvelli ákvæða laga, reglugerða og vinnureglna sem settar eru um starfsemi sjóðsins. Þá greiðir sjóðurinn framlög til samtaka sveitarfélaga, stofnana þeirra og annarra aðila í samræmi við ákvæði laga.

...segir í reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Með öðrum orðum: Ef sveitarfélag eyðir meira en það hefur í tekjur, þá fær það fé úr vösum skattgreiðenda þar sem sveitarfélagið eyðir ekki meira en það hefur í tekjur.

Þetta er nánast eins og stefnuyfirlýsing ríkisins: Eyddu meira en þú hefur í tekjur, og við björgum þér með framlagi úr vösum annarra. Þeir sem sýna ráðdeild og reyna að spara, þeir fá að borga meira í skatt og á þá verða einnig lagðir nýir skattar.

Ég legg til að þessi sjóður verði lagður niður, að skattheimtum vegna hans verði hætt og sveitarfélögum gert að lifa á eigin tekjum en ekki annarra. 


mbl.is Reykjanesbær fær mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá ábending. Tekjur Jöfnunarsjóðs eru tekjur sveitarfélaga. Ég er hræddur um að það heyrðist eitthvað frá íbúum þessa lands ef þessar tekjur sveitarfélaga yrðu skertar. Sveitarfélögin veita þjónustu fyrir þetta fjármagn.

Önnur ábending. Jöfnunarsjóður á Íslandi er hlutfallslega minnstur af þeim löndum sem við berum okkur helst saman við.

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 11:29

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það að önnur lönd niðurgreiði búsetu á sumum svæðum á kostnað annarra er engin sérstök réttlæting fyrir því að Íslendingar eigi að gera það sama.

Jöfnunarsjóður tekur fé úr vösum skattgreiðenda á einu svæði og setur í vasa stjórnmálamanna á öðru svæði. Af hverju? Til að það sé ódýrara að búa þar sem skilyrði til búsetu kalla á meiri kostnað vegna hennar? 

Geir Ágústsson, 21.10.2010 kl. 11:34

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Kostnað, vel á minnst, sem sá sem veldur er ekki tilbúinn að greiða sjálfur!

(Ég geri mér fulla grein fyrir því að það kostar meira að búa sums staðar en annars staðar, en einnig því að fólk er gjarnan tilbúið að greiða meira fyrir búsetu, t.d. nær friðsælli náttúru eða skjólsælum firði. En sá kostnaður þarf að greiðast af þeim sem veldur.)

Geir Ágústsson, 21.10.2010 kl. 11:37

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er óttalega barnaleg umræða hjá þér Geir. Ég geri ráð fyrir því að þú sért að stofna til umræðna hérna, ekki trúi ég að þetta sé skoðun þín. Ef svo er átt þú eftir að læra mikið.

Gunnar Heiðarsson, 21.10.2010 kl. 11:44

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Gunnar,

Mér sýnist þetta vera einfalt mál: Flutningur á fé frá þeim sem afla þess, og til þeirra sem krefjast þess.

Eða hvert er flækjustigið sem mér yfirsést? Tek mjög gjarnan við lærdómi.

Geir Ágústsson, 21.10.2010 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband