Óviðeigandi: Skatta- og skuldahækkanir

Á meðan fjölmiðlar, almenningur og netheimar tapa sér í einhverjum ummælum borgarstjóra við einhvern blaðamann - ummæli sem skipta engu máli - þá veitir enginn því athygli að Jón Gnarr undirbýr núna skatta- og gjaldskrárhækkanir í Reykjavík. Öll gjöld og allar álögur munu snarhækka, og öll þjónusta og endurgreiðsla fer í hina áttina.

Hvernig veit ég þetta? Ég veit ekkert fyrir víst. En ég geri mér grein fyrir því að skuldir Reykjavíkur eru að aukast til að fjármagna eyðslu borgarinnar í hin og þessi "átaks"verkefni, t.d. Hörpu við höfnina og "borgarskáld" sem hengja plöstuð spjöld upp á sundstöðum borgarinnar með ljóðsmíðum þeirra áletruðum.

Skuldir fyrirtækja í eigu borgarinnar (t.d. Strætó og OR) eru að öllu jöfnu óyfirstíganlegar og vasar Reykvíkinga verða kreistir til að "bjarga" því (þótt slíkt virki ekki nema til skamms tíma því gjaldþrota rekstur er og verður gjaldþrota ef hann er ekki aðlagaður að raunveruleikanum).

Í stað þess að taka til í kerfinu og endurnýja og skera af fitu er stórneytendum á skattfé hlaðið ofan á borgina og fyrirtæki hennar og auðvitað skattgreiðendur.

Jón Gnarr er með sniðuga hárgreiðslu og segir allskonar hluti við allskonar fólk, en hann er í forsvari þeirra sem ætla að siga Skattmann, í öllu sínu veldi, á Reykvíkinga, og gerir það fljótlega.


mbl.is „Ég er og verð óviðeigandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Það er sko verið a skera fitu, meinið er að þeð er ekki svo mikið eftir af henni eftir ágæt störf Sjálfstæðismann og sérstaklega starfsmanna borgarinnar í sparnaði. En það er verið að skera niður og spara. Án djóks.

En veldi þessara útsvarshækkna er nú ekki stórt, það nemur rúmlega hálfum arðgreiðslum OR í fyrra sem að sjálfsögðu verða ekki greiddar áfram(samanber að færa fyrirtækið að raunverueikanum). Og svo blasir við lækkun fasteignagjalda og verða fasteinga svo ekki bara eru skuldirnar miklar heldur eru tekjustofnar að minnka.

Svo eitthvað verður að gera, en hvað er svosem best? Það er erfitt að segja....sumir telja það sjálfsagt að láta brogina hafa þennann 1500 kall á mánuði sem útsvarshækkunin þýðir, aðrir mega ekki til þess hugsa.....

Kv Gústi

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 9.9.2010 kl. 23:37

2 identicon

Sæll.

Ég verð að segja fyrir mig að þessi kreppa hefur fært mig lengra til hægri í stjórnmálaskoðunum. Ég er orðinn þreyttur á að láta einhverja andlega dverga segja mér hvaða fæturbótarefni ég má neyta, þreyttur á að láta eyða útsvarsfé mínu í endalausar hraðahindranir (oft orfáir metrar á milli þeirra), og í alltof stóra yfirbyggingu hjá bæði ríki og sveitarfélögum, ég vil ekki borga fyrir kyngreiningu fjárlaga og ég vil ekki borga fyrir allan þennan fjölda þingmanna (þeir eru 5x fleiri hér en hjá frændum okkar á Norðurlöndunum).

 Mér blöskraði þegar ég heyrði að einungis hefði verið skorið niður um 1% í heilbrigðisráðuneytinu en 10% hjá LSH þegar Ögmundur var heilbrigðisráðherra. Heilbrigðiskerfið gengur ekki nema að litlu leyti út á að moka pappír. Í skólakerfinu er einnig tíma og peningum varið í alls kyns skrautverkefni og úttektir sem engu skila öðru en vinnu fyrir fólk sem er að mestu alveg óþarft. Það fólk gerir svo allt sem í þeirra valdi stendur til að gera mikið úr eigin störfum, að sjálfsögðu.

Nú þarf að segja upp slatta af fólki sem er í atvinnubótavinnu hjá bæði ríki og sveitarfélögum. Best væri einnig ef hægt væri að sækja til saka þá sveitarstjórnarmenn sem mest hafa ausið af fé almennings í alls kyns vitleysu. Þeir hjá andriki.is bentu nýlega á hve illa skuldsett sveitarfélög eru:

http://andriki.is/default.asp?art=10092010

og að annars staðar hefðu sveitarfélög farið í þrot vegna lægri skulda. Er ekki bara lausnin að setja sveitarfélög í þrot? Hverjir eru enn tilbúnir til að lána skuldugum sveitarfélögum? Mega þeir aðilar ekki bara bera ábyrgð á sínum útlánum? Ég er orðinn þreyttur á að borga sífellt fyrir gloríur óábyrgra stjórnmálamanna - svo ofan á allt getur maður ekki neitað að borga fyrir þessa dellu !! :-(

Takk fyrir skemmtilegar og uppfræðandi færslur :-)

Jon (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 11:20

3 Smámynd: Geir Ágústsson

1500 kallinn sem á að taka af borgarbúum ætti miklu frekar að verða að 10 þús sem borgarbúar sem skildir eru eftir í vasa borgarbúa miðað við skattpíninguna í dag.

Samfylking og Besti flokkur er tvíeyki án hliðstæðu. Þar eru trúðasýningar og prakkastrik notuð til að fela bruðl og útgjaldaaukningar, t.d. í yfirbygginuna.

Dæmi: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/09/20/laun_varaborgarfulltrua_haekkud/

Geir Ágústsson, 20.9.2010 kl. 11:59

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Vel nýtt dauðafæri Geir...en virkilega það eina sem þú getur bent á.......sjáum hvað setur

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 20.9.2010 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband