Hvað með NAFTA?

Það að bendla ESB-aðild við ástand einstakra hagkerfa, t.d. Íslands, er eins og að segja að Íslendingar hefðu komið betur út úr kreppunni ef hér væru fleiri rauðhærðir, eða fleiri karlmenn - sem sagt alveg tilviljanakennd "ástæða" fyrir ástandi hagkerfis.

Sum ríki eru að jafna sig hraðar á kreppunni en önnur. Sum þeirra eru í ESB, sum ekki. 

Þjóðverjar halda uppi Evrópu með aðhaldi og sparsemi og þar reyna menn að eyða svipað mikið og þeir þéna. Þjóðverjum hefur vegnað vel bæði fyrir og eftir að ESB var stofnað. 

Grikkir, Spánverjar, Portúgalir, Ítalir og fleiri eru í slæmum málum því þar eyða menn meira en þeir þéna.

Á Íslandi eyða menn líka enn þeir þéna, og þar fer ríkisstjórnin fremst í flokki. Ef Ísland á að komast úr kreppunni þá þurfum við að eyða minna en við þénum. Með eða án ESB.

Nema auðvitað að hugmyndin sé sú að gera Íslendinga að þurfalingum á fjárframlögum frá ESB?


mbl.is Össur: ESB hefði komið í veg fyrir efnahagshrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhelm Smári Ísleifsson

Hvernig eigum við að ganga í NAFTA... einhliða?

NAFTA var nógu erfitt í fæðingu. Þær fáu þjóðir sem eru innan sambandsins hafa ekki neinn áhuga á að bæta fleiri þjóðum í klúbbinn. Að halda því fram að Ísland sé velkomið í NAFTA er jafn óraunhæft og að segja að íslendingar muni samþykkja aðildarsamning við ESB á þessu stigi málsins.

Ekki glóra í því.

Vilhelm Smári Ísleifsson, 6.7.2010 kl. 15:08

2 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

  Miðað við hvað samskipti við BNA hafa farið hrörnandi þá er ég ekki að sjá fyrir mér inngöngu í NAFTA auðveldlega.

  Hefði verið gerlegra fyrir nokkrum árum ef það hefði verið einhver vilji til þess hjá stjórnvöldum.  Hefðum verið í betri aðstöðu til að biðja um inngöngu í NAFTA þegar við vorum hér með Bandaríska herstöð, í góðum samskiptum við BNA og þegar Bush var við völd.

Jóhannes H. Laxdal, 6.7.2010 kl. 16:59

3 identicon

Ehhhmmm aldrei hafa verið jafnmiklir Íslandsvinir við stjórnina í Bna. Hillary og Obama.

Geiri (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 17:18

4 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

lol..  ekki beint.

  Ekki mikil hjálp í þeim þegar við vorum að leita okkur að lánalínum í byrjun kreppunar,  eða þegar Bretar og Hollendingar voru að kúga okkur í gegnum Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn.   Það var ekki fyrr en það fóru að ganga orðrómar (sem svo reyndust sannir) um að við værum að fá lán frá Kína sem BNA mundi eftir okkur og Hillary sendir okkur þjóðhátíðarkveðju.  Svo hefur komið í ljós að það voru Kínverjar sem stóðu fyrir því að greiða leiðina fyrir okkur gagnvart AGS.

Jóhannes H. Laxdal, 6.7.2010 kl. 17:29

5 identicon

Svo má ekki gleyma því að forseti vor ákvað að veita sendiherra BNA hérlendis fálkaorðuna, en hringdi síðan í hana þegar hún var á leiðinni út í Bessastaði til að taka á móti orðunni og sagði "sorry, þú færð hana ekki". Hún (sendiherrann) varð víst ansi miður sín, og það skiljanlega. Þannig að við eigum því miður lítið inni hjá BNA í dag.

Bjarni (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 17:48

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Punktur minn er bara þessi: Hefðu Íslendingar komið betur út úr kreppunni ef við hefðum verið meðlimir í NAFTA? Ef ekki, af hverju ekki? Ef ESB-aðild hefði hjálpað, af hverju þá það en ekki aðild að NAFTA?

Sem sagt: Össur bullar.

Geir Ágústsson, 7.7.2010 kl. 09:08

7 identicon

Það er grundvallarmunur á ESB og NAFTA, þar sem NAFTA er samningur, en ESB er með starfandi lögjafarvald og dómsvald.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 20:47

8 Smámynd: Geir Ágústsson

En hvað ef Ísland hefði verið fylki í Bandaríkjunum en að öðru leyti með hinar evrópsku/vestrænu reglur um seðlabanka, ríkiseinokun á peningaútgáfu og umsvifamikið opinbert eftirlit? Eða hérað í Írlandi? Eða hluti af Rússlandi?

Getur eitthvað af þessu hafa bjargað Íslandi frá ríkisábyrgðri tryggingu á áhættufjárfestingum einstaklinga, sem og botnlausu opinberu bruðli?

Geir Ágústsson, 8.7.2010 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband