Rétt niðurstaða af röngum ástæðum

Það er rétt hjá SUS að frjálshyggjan hafði ekkert með hrun fjármálakerfa heimsins að gera. SUS kemst því að réttri niðurstöðu, en af röngum ástæðum. Hrunið er heldur ekki stjórnendum allra fjármálafyrirtækjanna að kenna, heldur sjálfu fjármálakerfinu. 

Grundvallarástæðan bak við allar gegnumgangandi fjármálakreppur frá upphafi er sú að ríkið einokar gjaldmiðlaútgáfu, ákveður verð á fjármagni (vexti) rangt og lætur hin röngu skilaboð hinna röngu vaxta trufla ákvarðanatöku í fjárfestingum í öllu hagkerfinu. 

Dæmi: Borgar sig að byggja verslunarmiðstöð? Já, því lágir vextir gera þá dýru langtímafjárfestingu arðbæra samkvæmt útreikningum.

Dæmi: Borgar sig að safna og staðgreiða nýja bílinn? Já, því háir vextir gera slíkt fýsilegt, frekar en að taka lán á háum vöxtum. 

Spekingarnir í Háskóla Íslands og hinum ýmsu eftirlitsstofnunum hafa ekki hitt naglann á höfuðið hingað til í greiningum sínum á hruninu. Þar á bæ segja menn að til að koma í veg fyrir annað hrun þurfi að þenja út kerfið sem olli hinu fyrra hruni. Margar reglur verða fleiri. Mikil peningaprentun verður að enn meiri peningaprentun. Rangir vextir verða að öðrum röngum vöxtum.

Það er nú öll lexían í þetta skipti.

Þess vegna er það rétt að enn eitt hrunið er handan við hornið, nema hvað það verður ennþá stærra (við skuldum ennþá meira núna en áður) og verra (enn fleiri fyrirtæki og einstaklingar eru nú komnir á ystu nöf í núverandi kerfi).


mbl.is SUS: Ekki frjálshyggjunni að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla að leyfa mér að vera ósammála þér í því að það borgi sig að staðgreiða bíla.

Ef þú átt pening fyrir bílnum þá borgar sig að eiga þann pening inná bankabók að safna vöxtum.  Vaxtagreiðslurnar duga nánast fyrir afborgun af láni á bílnum.  Og þegar þú hefur lokið því að greiða niður lánið þá átt þú peninginn og bílinn.

Ef þú staðgreiðir bílinn þá fellur hann hratt í verði og eignin þín bókstaflega hverfur.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 15:17

2 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Frjálshygguhugmyndir valda ekki hruni, fólk notar þær til þess en það notar alskonar aðrar hugmyndir líka.

"Ekkert" er bara kjánaleg fullyrðing, nema þú haldir því fram að eina frjálshyggjan sem talandi sé um sé útópísk della sem aldrei verður stöðug. Frjálshyggjan er hluti af þeim hugmyndum sem mynda ákvarðanir innan samfélaga manna og átti því sinn hlut í hruninu.

Bíladæmið er einfalt ef maður á peninga til þess að staðgreiða bíl er best að lána næsta manni fyrir bílnum og rukka vexti þ.e. ef ég mætti þá rukka vexti.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 29.6.2010 kl. 15:26

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Arnar,

Þetta fer auðvitað allt eftir

  • Muninum á innlánsvöxtum þínum og stærð innistæðu og vöxtunum á bílaláninu og stærð þess
  • Þolinmæði þinni eða hversu mikið þú þarft á bílnum að halda

Það kaupir enginn bíl eins og "fjárfestingu" frekar en banana sem mygla og skó sem slitna. Bíll er neysluvara. En hún er dýr neysluvara og það setur allskyns hugleiðingar í gang hjá hverjum og einum.

Það breytir því hins vegar ekki að verð á fjármagni þarf að vera rétt, og eitt verð er ekki rétt fyrir alla, og því ævintýraleg bjartsýni seðlabankamanna að ætla sér að stjórna verði á fjármagni í umferð. Ef Sovétmenn gátu ekki einu sinni stjórnað skóframleiðslu með verðstýringu, hvernig ætlar okkur þá að takast að verðstýra fjármagni rétt þannig að vilji sumra til að spara og annarra til að lána mætist á miðri leið?

Geir Ágústsson, 29.6.2010 kl. 15:29

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sveinn,

Kerfi ríkisábyrgða á fjárfestingum einstaklinga er allt annað en frjálshyggja, sama hvað þú sosem vilt skilgreina frjálshyggju sem.

Ríkiseinokun á t.d. peningaútgáfu verður líka seint kallað frjálshyggju, þótt menn eins og Milton Friedman hafi haft sérlega mikinn og fræðilegan áhuga á slíku samblandi ríkis og markaðar. 

Geir Ágústsson, 29.6.2010 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband