Störf verða til annars staðar

Þeir eru margir sem hafa ekki lesið svo mikið sem eina litla bók um grundvallaratriði hagfræðinnar. Aðrir hafa hugsanlega lesið eitthvað slíkt, en án þess að læra nokkurn skapaðan hlut, og tala því eins og þeir hafi ekkert lesið.

Hér er að finna knappan en gríðarlega efnismikinn texta um svokallaða "atvinnusköpun" hins opinbera, hvort sem hún fer fram með útboði verkefna sem skattgreiðendur borga (leið Sjálfstæðisflokksins), eða beinni útvíkkun á hinu opinbera (leið Samfylkingarinnar).

Örlítill texti úr kafla sem er allur svo ágætur (feitletrun mín):

Everything we get, outside of the free gifts of nature, must in some way be paid for.The world is full of so-called economists who in turn are full of schemes for getting something for nothing. They tell us that the government can spend and spend without taxing at all; that is can continue to pile up debt without ever paying it off because “we owe it to ourselves.” We shall return to such extraordinary doctrines at a later point. Here I am afraid that we shall have to be dogmatic, and point out that such pleasant dreams in the past have always been shattered by national insolvency or a runaway inflation. Here we shall have to say simply that all government expenditures must eventually be paid out of the proceeds of taxation; that inflation itself is merely a form, and a particularly vicious form, of taxation.

 Afleiðing þessa er svo ósköp einföld (feitletrun mín, skáletrun eftir höfund textans):

Therefore, for every public job created by the bridge project a private job has been destroyed somewhere else.We can see the men employed on the bridge. We can watch them at work. The employment argument of the government spenders becomes vivid, and probably for most people convincing. But there are other things that we do not see, because, alas, they have never been permitted to come into existence. They are the jobs destroyed by the $10 million taken from the taxpayers. All that has happened, at best, is that there has been a diversionof jobs because of the project.More bridge builders; fewer automobile workers, television technicians, clothing workers, farmers.

Í stuttu máli: Dagur og raunar flestir stjórnmálamenn vilja sjúga fé út úr hinum verðmætaskapandi einkageira, og veita í störf sem þeir geta síðan bent kjósendum á að séu til og "hafi orðið til" fyrir tilstuðlan þeirra. Það sem gleymist er að skattheimtan varð til þess að önnur störf urðu ekki til. En á það benda fáir.

Einkavæðingar"bylgja" Sjálfstæðisflokksins verður engum til gagns nema fjárþörf Reykjavíkurborgar minnki. Ef það er raunin, þá styð ég hana heils hugar. En ef borgin ætlar ekki að draga úr skattheimtu í kjölfar sparnaðaraðgerða, þá getur Dagur sofið rólegur, því þá er skattgreiðendum enginn greiði gerður.


mbl.is „Mörg hundruð störf í húfi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband