Skrýtin forgangsröðun á Alþingi

Það er margt við það að athuga að kvenfólki sé bannað að fækka fötum gegn greiðslu á löglegum stöðum þar sem gæsla og almennt eftirlit er með starfseminni. Það má setja ýmislegt út á að setja lög á forsendum siðferðisvitundar ákveðins hóps sem er sennilega sá sem hvað síst sækir inn á nektarsýningar (eða hvað?) og ætti því að hneykslast minnst. Það er margt við hið nýja bann að athuga.

Eitt má samt setja út á hið nýja bann sem stjórnarandstaðan ætti að taka sérstaklega til sín, og það er að á tímum hnignandi hagkerfis (þar sem stjórnin gerir illt verra með hverjum deginum) sé púðrinu á Alþingi eytt í að banna fólki að afklæðast. Var ekki viðkvæðið á tímum "búsáhaldabyltingarinnar" það að á meðan úti geisaði kreppa þá ræddu Alþingismenn um afnám banns við sölu áfengis í almennum verslunum, og að slíkt væri ekki við hæfi? Nú, þegar slæm niðursveifla í hagkerfinu er að verða að djúpri kreppu, eyða þingmenn orku sinni og tíma í að þrýsta ákveðinni tegund starfsgreinar niður í dýpstu lög neðanjarðarhagkerfisins, þar sem lög og reglur eru hljóm eitt.

Til hamingju, siðapostular Íslands. Komandi eymd margra er á ykkar ábyrgð, og kreppan er að dýpka á meðan þið atist út í klæðaburð annarra (eða skort þar á). 


mbl.is Alþingi bannar nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband