Talar Dagur nú máli skattgreiðenda?

Þeir eru fáir dagarnir og langt á milli þar sem ég tek heilshugar undir með einhverju sem Samfylkingin segir, en í dag er einn slíkur!

Nú eru Sjálfstæðismenn í borginni á fullu við að skera enn frekar á rætur sínar sem borgaralegur hægriflokkur (softy sósíaldemókratar) og á fullri leið í eldrauða vinstriátt þar sem launatekjur og fé skattgreiðenda er einfaldlega kallað "ónýttur tekjustofn" ef það er ekki sogið upp af öllu afli og ofan í hyldýpi hins opinbera reksturs.

Sem betur fer er "andstaða" við slíkt pólitískt sjálfsmorð og hugmyndafræðilega sviksemi. Þó ekki í hópi Sjálfstæðismanna, heldur frá sjálfum doktor Degi sem ekki seinna en í seinustu viku boðaði harðkjarna keynesisma á kostnað reykvískra útsvarsgreiðenda (fjáraustur í nafni verðmætasóandi atvinnubótarvinnu). 

Hinn hugmyndafræðilegi ís Sjálfstæðismanna er orðinn ansi þunnur um þessar mundir. Muna menn ekki hvernig Davíð Oddsson varð vinsælasti borgarstjóri borgarinnar fyrr og síðar og endurkjörinn með rússneskum kosningum af himinlifandi borgarbúum? Hann lofaði beinlínis að fækka höfðum í stjórnsýslunni og taka til og greiða niður skuldir. Og gerði það. Og uppskar lof og vinsældir fyrir.

Nú er öldin önnur. Nú halda Sjálfstæðismenn flokksfundi um kosningamál sín með það að markmiði "að ná góðu kjöri". Er þá munurinn á Sjálfstæðisflokki og VG/Samfylkingu nokkuð það mikill?


mbl.is Lagt til að bæta golfvöll fyrir 230 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Er þetta ekki eitthvað það fáránlegasta sem heyrst hefur lengi ? Að það eigi að sóa skattapeningum fólks til þess að gera smá golfvöll. Og að það þurfi að kosta 26.000.000 króna að setja smá rörbút ofan í jörðina til að mynda eina holu fyrir golfkúlu.

Er einhver þörf á golfvelli fyrir 230 milljónir ? Bjargar þetta heimilunum sem eru í vanda ? Er þetta eitthvað sem Reykvíkingar vilja ? Væri ekki betra og eðlilegra að lækka skatta á Reykvíkingum um 230 milljónir ?

Tryggvi Helgason, 18.3.2010 kl. 16:19

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þetta er gjörsamlega út úr öllu korti - ef Sjálfstæðisflokkur þarf ekki að draga þetta til baka þá veit ég ekki hvað

Jón Snæbjörnsson, 18.3.2010 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband