Aukin neysla = aukin vandræði

The true tragedy of a fiat money regime is that bogus economic growth by way of monetary and fiscal stimulus can go on only until either the collapse of hyperinflation brings an end to the artificial boom or the amount of accumulated debt makes state bankruptcy inevitable.  (#)

Keynes er dauður, en kenningar hans lifa góðu lífi. Og það þótt þær hafi margsýnt að þær eru engum til bóta.

Frétt segir:

Hins vegar jókst sala á nýjum bílum um 26,4% í Bretlandi, 18,2% í Frakklandi, 20,6% á Ítalíu og 47% á Spáni. En rekja má aukninguna til úrræða sem stjórnvöld í ríkjunum bjóða almenningi upp á í þeim tilgangi að auka neyslu á nýjan leik.

 Með öðrum orðum: Almenningi er talin trú um að niðurgreiðsla skulda og aukinn sparnaður séu vondar hugmyndir, en að auka á skuldir sínar með kaupum á nýjum bílum sé góð hugmynd!

Kenningar Keynes um samlegðaráhrif neyslu á uppsveiflu í hagkerfinu eru rangar. Almenningur ætti ekki að vera eyða nýprentuðum peningum í neyslu. Hann ætti að vera greiða niður skuldir sínar og auka sparnað, og hið opinbera ætti á sama tíma að rífa niður peningaseðlaprentvélar sínar. Á þann hátt minnkar eftirspurn eftir neysluvarningi, og verð á honum lækkar, um leið og neytendur greiða upp skuldir sínar. 

Hver man eftir djúpri og sársaukafullri, en jafnframt skammlífri kreppunni árin 1921-23 í Bandaríkjunum? Ekki margir. Hverjir kannast við "Kreppuna miklu" sem hófst árið 1929 þar í landi? Sennilega flestir. Hverjir vita af hverju önnur kreppan rann fljótt yfir, en hin varð sú langlífasta sem um getur? Essasú?


mbl.is Aukin bílasala í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband