Bann á gjaldeyrisviðskiptum er brjálæði

Íslendingar eru fljótir að gleyma. Þeir hafa gleymt því hvernig var á haftaárunum á Íslandi, þegar erlendur gjaldeyri var svartamarkaðsvara rétt eins og fíkniefni eru í dag, og þar sem venjulegt fólk fann sig knúið til að brjóta lög og eiga viðskipti við lögbrjóta til að komast til útlanda eða hafa efni á ýmsum varning frá útlöndum.

Nú lítur út fyrir að þessir tímar séu að snúa aftur. Sögusagnir um "smygl á gjaldeyri" heyrast. Vanvirðing fyrir ákaflega fjarstæðukenndri og óréttmætri löggjöf er mikil. Slíkt getur gert margan heiðvirðan borgarann að lögbrjóti. 

Krónunni hefur ekki verið leyft að falla eins og hún ætti að hafa fengið að gera fyrir löngu. Þar með getur hún ekki styrkt sig á réttum forsendum, og því er henni haldið í herkví yfirvalda þar sem hún smátt og smátt tyggur í sig gjaldeyrisvarasjóð Seðlabanka Íslands. 

Næstu skref stjórnvalda verða að setja á innflutningshömlur og kveða á um hámarks- og lágmarksverð  á ýmsum varningi. Það er sögulega hin vel þekkta og fyrirsjáanlega leið til ánauðar.

Hæstiréttur ætti að vísa öllu þessu gjaldeyrismáli á bug og vísa í stjórnarskrárákvæði um eignarréttinn. Það væri fínn kinnhestur á stjórnmálamenn sem halda að þeir geta haldið aftur af markaðsöflunum án dýrkeyptra afleiðinga. 


mbl.is Fá ekki að leggja hald á fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er sammála þér að nokkru leiti, að gjaldeyrishöftin hefðu alldrei þurft að koma til framkvæmda ef það hefði  verið meiri útsjónasemi hjá  yfirvöldum /seðlabanka að sjá til að varnir landsins væru betri en 4 herþotur frá Dönum svífandi yfir Íslandi og þar með líka vörn í formi galdeyrisvaraforða, sem þarf að vera byggður upp með kröftum í góðærum.  Í staðin fyrir að verja mistök fjárglæframanna. Útibú í öðrum löndum ættu ekki að vera leyfð með ábyrgð Íslendinga. Og mistö sem sala bankana áttu að vera fullborgað en ekki 6 árum seinna niðurfelld skuld, sem og aðrar eignir þjóðarinnar sem hafa verið gefnar“gerfi auðjöfrum“. Sem sagt rán á auði þjóðarinnar. Held nú að Davíð C/O séu nú ekki alvondir eins og Kratar og Kommar vilja láta vera, frjálsræði fylgir ábyrð. Það gleymdist að setja öruggan ramma kringum frjálsræðið. Rammalaust geta yfirvöld gefið líka á bátinn hraðaksturs reglur og annað sem við höfum sett í lög til að verja samborgara þessa lands. Þessir men eru flestir Íslenskir og eru að grafa undan Íslandi  sem sjálfstæðri þjóð það leikur engin vafi á því. Það á meðan Ísland slæst við tvöfallda kreppu. Kreppu heimsins og Kreppu búin til af græðgissinnum. Það eru þúsundir sem strá salti í sár alheimsins með viðstyggilegum skoðunum á að nota tækifæri á meðan stór hluti alheims blæðir. Þessir menn mundu örugglega ekki svífast einskins að stela hækju ömmu sinnar og berja hana með henni. Svo siðblindir geta menn orðið í formi ohófsleggs frjálsræðis og græðgi.

Ingolf (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 14:44

2 Smámynd: Geir Ágústsson

"Útibú í öðrum löndum ættu ekki að vera leyfð með ábyrgð Íslendinga."

Enda var ekki svo. Innistæður í þeim voru tryggðar skv. lögum ESB um slíkar tryggingar, með sjálfstæðum sjóði sem fjármálafyrirtæki greiddu iðgjald í. Lög ESB segja ekkert um að skattgreiðendur eigi að hlaupa undir bagga með slíkum sjóði, og banna það raunar (sem form af ríkisafskiptum sem skekkja samkeppnisstöðu).

Útfærsluatriði einkavæðingar eru aukaatriði. Ætluð ríkisábyrgð (sem var formlega ekki til staðar, en allir trúðu, héldu og vonuðu að væru til staðar) var sá "moral hazard" sem gerði það að verkum að erlendar lánsmatsstofnanir gáfu bæði ríki og bönkum hæstu lánshæfiseinkunn sem völ er á, og leyfðu þar með gríðarlega gírun kerfisins. 

Græðgi er hvorki meiri né minni nú en alltaf áður. Það sem vantaði hins vegar var sjálfsábyrgðina til að halda henni í skefjum. 

Geir Ágústsson, 3.3.2010 kl. 15:04

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Geir,

Hvað á þá að gera þegar menn gerast brotlegir við lögin?  Sækja brotamenn til saka eða sakast við lögin? 

Ég get ómögulega séð að lánshæfismat einkarekinna bankastofnana á Íslandi hafi verið tengt því að "sérfræðingar" hjá erlendum matsfyrirtækjum hafi verið byggt á þeim misskilningi þeirra að Tryggingasjóður innlána væri ríkistryggður.  Þessi lánshæfismöt voru tómt rugl eins og sannaðist á tiltölulega góðum og háum einkunnum bankanna í Ágúst og September 2008. 

Ég er ekki fylgjandi haftastefnu af neinu tagi, en þegar efnahagur þjóðfélags hrynur þá verða þær stofnanir sem sjá um rekstur þess að taka í taumana og reyna að stemma stigu við því að gjaldeyrir flæði óhindrað úr landi.  Hvernig væri ástandið á Íslandi ef svo sem þúsund milljarðar í íslenskum krónum hefðu horfið úr landi?  Svona svipað og að segja við sjúkling sem er að blæða út að þetta sé allt í lagi, blóðið hljóti að koma aftur.

Ef það er réttmætt að stela þegar brotið er gegn "ósanngjörnum" lögum þá er gjörningurinn ekki lengur aðalatriðið heldur sanngirni laganna sem brotin eru.  Því þá að hafa nokkur lög þar sem það verða alltaf einhverjir sem telja þau ósanngjörn?

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 3.3.2010 kl. 15:30

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Lækningin við fíkninni (innflutningi, lántökum) er þá að auka skammtinn af fíkniefninu?

Hin sársaukafulla aðgerð er að sleppa krónunni lausri, sem veldur hruni á kaupmætti krónunnar, stöðvar svo gott sem allan innflutning, gerir útflutninginn alveg gríðarlega verðmætan, og þannig ná jafnvægi á tímabili sem e.t.v. er 6 mánuðir, e.t.v. er 18 mánuðir, en verður þá a.m.k. jafnvægi. Eða hvað tók langan tíma fyrir krónuna eftir að fastgengisstefnu við USD var hætt í kringum árið 2000? Það var ekki langur tími.

Ég er ekki að hvetja til lögbrota. En ef lög eru einfaldlega svo óréttlát að þau heiðvirt fólk hreinlega neyðist (stundum) til að brjóta þau (með hjálp ósvífinna milligöngumanna), þá er e.t.v. hægt að segja að stundum séu ekki öll lög jafngóð. 

Í Bandaríkjunum var í mörgum borgum sett á bann við drykkju úr opnum áfengisílátum á almannafæri. Lögreglan hefði varla haft annað að gera en hella úr ílátum ef einhverjum hefði ekki dottið í hug að drekka úr íláti sem umlukið var brúnum pappírspoka. Lögreglan gat þá litið undan og einbeitt sér að raunverulegum lögbrotum.

Hver ætlar að finna upp brúnan pappírspoka íslensku gjaldeyrishaftanna?

Geir Ágústsson, 3.3.2010 kl. 15:43

5 identicon

Bráðabirgðastjórn sú sem Fjármálaeftirlitið skipaði yfir VBS fjárfestingabanka hf. mun reyna að fá yfirsýn yfir stöðu bankans, kynna sér mögulegar lausnir og stýra fyrirtækinu, að sögn Gunnars Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME).

Krímer (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband