Vantar Steingrími og Indriða ekki gögn lengur?

Steingrímur J. getur ekki ákveðið sig. Þegar hann leggur fram og talar fyrir lagafrumvörpum sem steypa íslenskum skattgreiðendum í skuldafen um ókomin ár, þá er allt útrætt, öll gögn á borðinu og óhætt að skrifa undir. Allt tal um annað eru málalengingar og málþóf. 

Þegar þjóðaratkvæðagreiðsla er sett á dagskránna, þá vantar skyndilega enn eina skýrsluna og allt verður voðalega óljóst og loðið, og vitaskuld ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að kenna.

Gott og vel. Það er ruglingur í gangi á stjórnarheimilinu og eftir því er tekið. Steingrímur og Indriði eru bandamenn í Icesave-ánauðinni. Þeir kvaka í kór. Þannig eru stjórnmálin bara oft á tíðum.


mbl.is „Stendur fyrir sínum skrifum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband