Bos: Ísland á ekki að borga

Vonandi minnir hin íslenska sendinefnd fjármálaráðherra Hollands á hans eigin orð (takk):

Allereerst door - in Europees verband - fundamenteel naar de inrichting van het depositogarantiestelsel te kijken. Dit stelsel is namelijk niet ontworpen voor een crisis van het hele systeem maar voor het falen van één enkele bank.

Þýðing:  First, by - in a European context - fundamental to the establishment of the deposit guarantee scheme to look. This system is not designed for a crisis of the whole system but the failure of a single bank.

 Samkvæmt lögum Evrópusambandsins og þeirra íslensku sem voru samin út frá þeim þá skuldar íslenska ríkið ekki krónu vegna innistæða neins banka. Þetta er lagalegur veruleiki og ekki hægt að deila um hann.

Hinn pólitíski veruleiki er önnur saga. Viljum við blíðka stórþjóðir í ESB til að mýkja fyrir inngöngu Íslands inn í þann klúbb? Hversu mikið á að leggja á íslenska skattgreiðendur í þeim tilgangi? Hversu langt á að teygja sig til að virða vilyrði fráfarandi ríkisstjórnar frá 11. október 2008 þegar sjálf Ingibjörg Sólrún, ESB-sinni og Samfylkingar-maður með meiru, hefur sagt að þau vilyrði séu úr sögunni?

Hún er ekki fjölmenn, sú sveit sem vill ýta íslenskum almenningi að ósekju í gegnum eld og brennistein til að skora pólitísk stig hjá fyrrum andstæðingi Íslands í þorskastríðunum. En hún er hávær.


mbl.is Rætt við Bos og Myners
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband