Sundlaugaskatturinn

Hún er ekki óalgeng hjá íslenskum sveitafélögum, saga Álftaness. Á meðan skattheimtur hrúguðust inn og ríkið veitti sífellt meira og meira til sveitarfélaganna, þá var byggt eins og enginn væri morgundagurinn. Ef ekki var til fé þá var skrifað undir lána- og leigusamninga marga áratugi fram í tímann. Hver sundlaug varð að fá rennibraut af nýjustu og flottustu tegund, hvert tónlistarhús varð að hafa fullkomnustu græjur, og hvert íþróttahús þurfti að vera hærra en það í nágrannasveitarfélaginu. Bruðlið var stjórnlaust.

Nú er komið að skuldadögum. Þegar eytt er um efni fram þá er svigrúmið ekkert þegar harðnar í dalnum og veski útsvarsgreiðenda þurrkast upp. Núna þarf að höggva í grunnþjónustu, sem á einhverjum tíma var talin eina hlutverk sveitarfélaga áður en þau sameinuðust og stækkuðu lánstraust sitt til að bruðla. Hallirnar og rennibrautirnar hafa komið í stað grunnskóla og vegaviðgerða. Bruðl 2007.


mbl.is Mikill niðurskurður á Álftanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband